Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Hugarflug

Decor overlay

Hugarflug, árleg rannsóknarráðstefna Listaháskóla Íslands, er vettvangur fyrir opna, faglega og gagnrýna umræðu um listir, hönnun og arkitektúr.

Listrannsóknir: Hin skynræna þekking

Opið er fyrir innsendingar til 21. maí, 2024

See English below

Rannsakendur beina sjónum sínum í síauknum mæli að listamönnum og hvernig þeir nálgast viðfangsefni sín. Það innsæi og sú skapandi hugsun sem listsköpun krefst hefur reynst árangursrík viðbót við staðlaðar aðferðir raunvísinda. Listamenn eru forvitnir einstaklingar sem beita gagnrýnni og þverfaglegri hugsun við lausnir á flóknum vandamálum. Oft hefur sú færni þróast frá unga aldri. Listrannsóknir hafa því gildi langt umfram hina augljósu fagurfræðilegu þætti.

Þrátt fyrir þetta virðist skorta á skilning og samtal við rannsóknarumhverfið. Tilgangurinn með Hugarflugi 2024 er að komast að því hvað liggur þar að baki. Vantar sameiginlegt tungumál? Eru rannsóknaraðferðir listamanna of frábrugðnar hinum hefðbundnu leiðum til að hægt sé að taka þær alvarlega? Mætti miðla útkomu listrannsókna á annan hátt en gert er, eða er gæðum á stundum hreinlega ábótavant?

Við opnum umræðuna með það að markmiði að svara ofangreindum spurningum. Listaháskóli Íslands kallar hér eftir tillögum af hvers kyns tagi, kynningum á rannsóknum sem eru í gangi eða hafa verið framkvæmdar af starfsfólki okkar, nemendum og/eða samstarfsaðilum. Þannig vonumst við til að framkalla “skjáskot” af rannsóknarmenningu okkar sem hægt er að ræða okkar á milli en ekki síður við fulltrúa hins breiða rannsókarumhverfis dagsins í dag. Hið glögga gests auga er enda verðmætt innlegg inn í þróun rannsókna innan Listaháskóla Íslands til framtíðar.

Hugarflug 2024 verður haldið í húsnæði LHÍ 13. september nk. Opið er fyrir innsendingar til og með 21. maí, sjá hér

Í ár verður brugðið út af vananum og þeim möguleikum sem áður hefur boðist til framsetningar fækkað.

Þátttakendum er annars vegar boðið að skila inn tillögum að 20 mínútna fyrirlestrum, eða kynningum, sem raðað verður saman þannig að úr verði  60 mínútna málstofur. Þá taka við 30 mín. panelumræður og spurningar úr sal – alls 90 mínútur í senn. Tekið skal fram að hér verður rými til að sýna listrænan rannsóknarafrakstur líkt og innsetningar, myndbandsverk, gjörninga og flutning á sviðs- og tónverkum. Önnur nýbreytni þetta árið er að aðstaða verður til að setja upp kynningarplaköt fyrir rannsóknarefni þátttakenda og tími gefinn í dagskrá Hugarflugs fyrir höfunda til að kynna efnið og svara spurningum (e. poster session). Með því móti gefst þátttakendum færi á að koma erindi sínu á framfæri með skriflegum og eða sjónrænum hætti á prenti og vera í beinum samskiptum við gesti og gangandi. Þátttakendur framleiða og koma með sín eigin plaköt sem takmarkast við A0 í stærð.

Ofangreint skipulag er tilraun til að framkalla skýrt „skjáskot“ rannsóknarmenningar á fræðasviðinu listir.

Hugarflugsnefnd 2024

Ása Helga Hjörleifsdóttir
Carl Boutard
Ingimar Ólafsson Waage
Katrín Ólína Pétursdóttir
Pétur Jónasson
Sahar Ghaderi
Elín Þórhallsdóttir

 

Artistic Research: The Tacit Knowledge 

The creative insight of artists is increasingly attracting the attention of the wider research arena. Artists’ divergent thinking (i.e. imaginative, open ended) has been shown to add a new, beneficial dimension to problem solving which hitherto has mostly been in the hands of convergent thinkers (i.e. logical, analytic). But the artist’s mind is also an investigative mind. It is a modern, cross-disciplinary mindset, geared towards working on highly complex tasks through skills which have often been developed from a very young age. Needless to say, there is thus great value in artistic research, beyond the simple aesthetic value of art works which is more generally and easily recognised. 

 Still, there seems to be a lack of understanding between these different research communities. The overarching question Hugarflug 2024 seeks to answer is: why? Is it a lack of common terminology? Are the methods of investigation used by artists too different from the more traditional ways of performing research to be taken seriously? Are artists´ means of dissemination not clear enough, or is it even a simple question of quality? 

 In order to answer the above questions, we want to open the field to wide discussion. The Iceland University of the Arts calls for research proposals of any kind being performed¾or having been performed¾by our staff, students and collaborators. The aim is to provide a snapshot of our research output and to sit down and talk, not only between ourselves but not least with representatives of the wider research community who will be invited to the discussion, providing a valuable „guest´s eye“. It is thus a truly open call.

Taktu þátt í Hugarflugi 2024, opið er fyrir innsendingar til 21. maí

Umsjón með Hugarflugi fer Rannsóknarþjónusta LHÍ

"*" indicates required fields

Elín Þórhallsdóttir

Fyrri Hugarflug

Hér eru upplýsingar um fyrri ráðstefnur Hugarflugs.

  • Hugarflug 2023

    Hugarflug  

    Hugarflug rannsóknarráðstefna Listaháskóla Íslands verður haldin 9 og 10. febrúar nk.  

    Þema ráðstefnunnar í ár er: Margfeldi framtíða, þar sem hugleiddar verða þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og munu móta framtíðina.  

    Á meðal þátttakenda eru lykilfyrirlesarinn heimspekingurin Philip Kitcher sem ræðir hlutverk lista í að auðga mannlega reynslu og auðvelda okkur að henda reiður á okkur sjálfum, veröld okkar og lífi. 

    Aðrir þátttakendur koma víðsvegar að og eru fulltrúar fjölbreyttra listrgreina og fræðigreina sem bjóða upp á þverfaglegar málstofur, vinnustofur, fyrirlestra og video innsetningar.  Erindi fjalla um gervigreind í listsköpun, fjölbreyttar miðlunaraðferðir í listkennslu, heimaskrifstofuna út frá arkitektúr, starfendarannsókn í tónlist og áhugaverðar hringborðsumræður þar sem okkur getur dreymt saman um framtíðina en umræðum stjórnar fólk á aldrinum 13-18 ára.

    Ráðstefnan er haldin föstudaginn 10. febrúar í LHÍ, Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík. Hefst dagskrá kl. 9:00 og stendur til kl. 17:00, aðgangur er öllum opin og ókeypis.

    Opnunarhátíð Hugarflugs verður kl. 17:00-18:00 fimmtudaginn 9. febrúar í Y Gallerí í Hamraborg 12, 200 Kópavogi þar sem hópur samtímadansara hrista upp í okkur með Februar Idea Dump og við hlýðum á erindi um Hamraborg Deammachine sem kannar framtíð og fortíð þessa borgarlandslag á draumkenndan hátt. Viðburðurinn er öllum opin og ókeypis.

  • Hugarflug 2022

    Við stöndum á vendipunkti ýmiskonar áskorana loftslagsbreytinga, heimsfaraldurs, réttindabaráttu og einnig stríðshörmunga í Evrópu með innrás Rússa í Úkraínu. Þetta eru sannarlega víðsjárverðir tímar en við leitumst við að greina stöðuna og hvað framtíð ber í skauti sér. Það sem blasir við er hin brýna nauðsyn á að hlúa að samfélögum okkar, næra grunngildin sem skipta mestu máli í lífi heildarinnar og hvers einstaklings. Hvernig tryggjum við best samstöðu gegn ofríki og fyrir friði og réttlæti? Hver eru þau gildi, hvernig höldum við áfram, saman, inn í framtíðina sem við vitum ekki hver er; náttúran og tegundirnar sem saman skapa vistkerfið sem við lifum í? Hvernig sköpum við saman, hvernig dreymum við saman, heim sem heldur utan um alla?     

    Á Hugarflugi Listaháskóla Íslands 2022 viljum við fjalla um hvernig hver manneskjan er hluti af heild, stundum mörgum heildum. Hvernig hver upplifun og gjörð er bundin stærra samhengi. Hvernig við flæðum, í stað þess að standa föst; hvernig við tengjumst sem heild, frekar en að standa ein; hvernig við horfumst í augu við þann möguleika að ekkert eitt okkar geti reitt fram lausn, heldur liggi hún í samtakamættinum, nú og til framtíðar.    

    Enginn er eyland (e. Collective Care) er þema Hugarflugs 2022.  

    Lykilfyrirlesari ráðsefnuna er Sonya Lindfors
    Svarti salur: 14:00-15:00,  

    Yfirskrift erindisins hennar er:  Attempting the impossible – decolonial dreaming practices
    How to dream of futures that we don’t know yet how to dream of? Well, as Afrofuturist Sun Ra once said: “The possible has been tried and failed. Now it is time to try the impossible.” 

    Radical dreaming can be a powerful tool to reimagine intersectional feminist and decolonial futures – as well as presents.  In her mini talk choreographer Sonya Lindfors talks about the power of speculation, dreams, responsibilities and the decolonial dreaming project We Should All Be Dreaming. 

    Sonya Lindfors er danshöfundur frá Kamerún og Finnland og hefur getið af sér gott orð bæði á Norðurlöndunum og víðar fyrir dansverk sín og skrif, en einnig sem listrænn stjórnandi UrbanApa, sem er antí-rasísk og samtvinnuð femínísk liststofnun í Helsinki. Verk hennar miðjusetja spurningar um pólítík hins svarta líkama, birtingarmyndir og valdastrúktúra, mögulegar framtíðir og afbyggjandi decolonial drauma practices / að skapa rými sem leyfir fólki að dreyma nýjar leiðir til að lifa. 

  • Hugarflug 2021

    ÞEMAÐ ER: VENDIPUNKTUR – TURNING POINT

    Hugarflug er vettvangur fyrir opna, faglega og gagnrýna umræðu um listir, hönnun, og arkitektúr; um þekkingarsköpun á hinu víða sviði lista og skörun þeirra við önnur fræðasvið, með áherslu á fjölbreytileikann sem einkennir nálganir, aðferðir, efnistök, miðlun og rannsóknir sem þar er beitt.

    Við stöndum á vendipunkti í sögunni sem krefst þess af okkur að við ígrundum hlutverk og vægi listanna í endursköpun samfélaga í kjölfar meiriháttar heimsatburða eins og þeirra sem við lifum nú. Framundan eru ögrandi áskoranir í loftslags- og umhverfismálum, hringrásarhagkerfinu, lýðræðiseflingu og samfélagsgerðinni. Hvernig getum við svarað þessum áskorunum og ögrunum á vettvangi lista? Hvernig hefjumst við handa við að skilja og svara þeim djúpstæðu breytingum á umhverfi okkar sem við stöndum frammi fyrir? Hvernig nýtum við þá hugmyndafræðilegu endurnýjun sem er snar þáttur í listsköpun, umhverfi okkar og samfélagi til heilla? Hvernig hafa listirnar svarað slíkum áskorunum í sögunni?

    Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er að bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt er að spyrja opinna spurninga, framkvæma tilraunir og kynna verkefni í vinnslu. Starfsfólk, nemendur og stundakennarar Listaháskólans, og annað starfandi listafólk, hönnuðir, arkitektar og fræðafólk eru hvött til að senda inn tillögur.

    Þar sem ráðstefnan verður rafræn hvetjum við þátttakendur til að nýta sér fjölbreyttar aðferðir, miðla og nálganir til að finna framlagi sínu viðeigandi umgjörð og form á stafrænan hátt. Framlag gæti til dæmis tekið á sig efnislegt eða sjónrænt form (sýning, innsetning, grafísk miðlun), verið sett á svið  (flutningur, gjörningur, inngrip) eða sett fram í orði (fyrirlestur, Pecha Kucha, sjálfsviðtal/samtalsform, hringborðsumræður, málstofa, vinnusmiðja).  Fyrir utan erindi og málstofur sem verða send út af LHÍ, verður aðeins tekið á móti fullunnum tillögum á borð við myndböndum, hljóði, ljósmyndum, texta og/eða öðrum kynningum á listrannsóknum, listsköpun, hönnun og arkitektúr.

    Ráðstefnunefnd: 
    Hanna Styrmisdóttir (formennska)
    Atli Ingólfsson
    Ásgerður Roberts Gunnarsdóttir
    Gunndís Ýr Finnbogadóttir
    Hildigunnur Sverrisdóttir
    Magnea Einarsdóttir
    Karólína Stefánsdóttir (verkefnastjóri)

    Ráðstefnan fer fram rafrænt dagana 8.-14. febrúar 2021

     

    //

     

    Hugarflug 2021:
    The theme is: Vendipunktur – Turning Point

    The conference is a platform for an open, informed and critical dialogue on the arts, architecture and design; on knowledge production in the expanded field of the arts as well as their intersections with other fields. Emphasis is placed on the diversity of the approaches, methods, content, dissemination, and research that characterizes the field.
    We stand at a turning point in history which requires that we critically reflect on the role and value of the arts in rebuilding societies and communities in the wake of current major world events. Ahead of us are demanding challenges in relation to the climate and the environment, the circular economy, democratic empowerment and the social structure. How can we respond to these challenges and provocations from within the field of the arts? How do we begin to understand and respond to the profound changes we face in our environment? How can we make use of ideological renewal, which is a fundamental driving force in the arts, for the benefit of our environment and society? How have the arts hitherto responded to such challenges?

    One of the main objectives of the conference is to offer a safe space for peers to ask open questions, perform experiments and present works in progress. Staff, students, and part-time lecturers at the Iceland University of the Arts (IUA), as well as other practicing artists, designers, architects and scholars are encouraged to respond to the call.

    As the conference will take place as an online event, we encourage participants to use diverse methods, media, and approaches to find the appropriate form for their digital contributions. As an example, a contribution could take on a material or visual form (exhibition, installation, graphic dissemination), a staged form (performance, intervention), or a verbal form (paper presentation, Pecha Kucha, auto-interview, panel discussion, seminar, workshop). Apart from paper presentations and seminars, which will be streamed by the IUA, we will only accept fully developed contributions containing video, audio, photography, text and/or other forms of dissemination of artistic research, artistic practice and design.

    The conference will take place online 8.-14. February, 2021.

    Conference Committee:
    Hanna Styrmisdóttir (chair)
    Atli Ingólfsson
    Ásgerður Roberts Gunnarsdóttir
    Gunndís Ýr Finnbogadóttir
    Hildigunnur Sverrisdóttir
    Magnea Einarsdóttir
    Karólína Stefánsdóttir (project manager)

  • Hugarflug 2020

    Hugarflug 13. og 14. febrúar 2020

    Hugarflug, árleg ráðstefna Listaháskólans, fer nú fram í níunda sinn og að þessu sinni var kallað eftir erindum er varða viðfangsefnið frásagnir.

    Ráðstefnan er vettvangur starfsfólks, nemenda og annarra sem stunda sköpun og rannsóknir á fræðasviðum lista eða í návígi þeirra til að mætast og spyrja spurninga, gera tilraunir og kynna verkefni sín. Ætlunin er að greiða fyrir möguleikum á samstarfi þvert á ólík svið og plægja akurinn fyrir nýjar tengingar og samræður.

    Fjölmargar góðar tillögur bárust ráðstefnunefndinni og okkur þótti sérstaklega ánægjulegt að fá margar góðar tillögur frá lista- og fræðimönnum sem starfa utan Listaháskólans enda er samtal út fyrir háskólann ómissandi þáttur í því starfi sem hér fer fram.

    Eins og sjá má í dagskrá ráðstefnunnar þá einkennast málstofurnar af fjölbreyttum sjónarhornum á eðli og erindi frásagna í sögu og samtíma. Meðal umfjöllunarefna eru komur ísbjarna til landsins og saga íslenskrar djasstónlistar, stoðkerfi markaðarins, jafnrétti og fjölbreytileiki á vettvangi háskólastarfsins svo fátt eitt sé nefnt.

    Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Hildur Guðnadóttir og Egill Sæbjörnsson sem hvort um sig hafa vakið mikla athygli fyrir notkun sína á frásagnarmöguleikum listarinnar. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon, rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands sem leggur um þessar mundir lokahönd á viðamikla rannsókn á sjónrænum frásagnararfi íslensku þjóðarinnar.

    Það er augljóslega af mörgu að taka og við hvetjum gesti til að kynna sér dagskrá vel um leið og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Hugarflug 2020.

    Með kærri kveðju ráðstefnunefndar,

    Marteinn Sindri Jónsson
    Formaður nefndar og aðjúnkt í hönnunar- og arkitektúrdeild
    Ásgerður G. Gunnarsdóttir
    Lektor og fagstjóri í sviðslistadeild
    Ingimar Ólafsson Waage
    Lektor og fagstjóri í listkennsludeild
    Jesper Pedersen
    Aðjúnkt í tónlistardeild
    Páll Haukur Björnsson
    Aðjúnkt í myndlistardeild
    Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
    Verkefnastjóri Hugarflugs

     

    Ráðstefnan fer fram í húsnæði Listaháskólans að Laugarnesvegi 91 fimmtudaginn 13. og föstudaginn 14. febrúar 2020.

    Skráning er óþörf og öll eru velkomin.

    LYKILFYRIRLESARAR / KEYNOTE SPEAKERS

    Hildur Guðnadóttir

    Egill Sæbjörnsson

    SÉRSTAKUR GESTUR / SPECIAL GUEST

    Guðmundur Oddur Magnússon- Goddur

  • Hugarflug 2019

    Hugarflug 15. – 16. febrúar 2019

    Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans sem haldin var í áttunda sinn árið 2019. Ráðstefnan er vettvangur starfsfólks, nemenda og annarra sem stunda rannsóknir á fræðasviði lista eða tengdra sviða til að mætast og spyrja spurninga, gera tilraunir og kynna verkefni sín. Ætlunin er þannig að skapa aðstæður til að nýjar tengingar og samtöl geti átt sér stað, og nýjir möguleikar til samstarfs á milli ólíkra sviða opnist.
    Árið 2019 var ráðstefnan stærri en síðastliðin ár og náði yfir tvo daga, en sérstaklega var kallað eftir efni sem tengist þemanu líkami / líkamleiki.
    Mikill fjöldi góðra tillagna bárust og var sérstaklega ánægjulegt hversu margar tillögur bárust frá starfandi lista- og fræðimönnum sem starfa á ólíkum vettvangi utan Listaháskólans, en samtal út fyrir skólann er mjög mikilvægur þáttur í því starfi sem þar fer fram.
    Þema Hugarflugs árið 2019, líkami/líkamleiki veitti tækifæri til að skoða og hugleiða marga mismunandi þræði sem kalla á aukið rými í samtímanum.
    Spurningar eins og hver eru tengslin á milli dýra, plantna og manna? Hver eru tengslin á milli líkamans og tækni? Hver eru tengslin á milli innri og ytri skynjunar líkamans? verða sífellt meira aðkallandi og kalla á athygli.
    Rannsóknir á fræðasviði lista hafa beint sjónum sínum að þessum þráðum í auknum mæli og segja má að slíkar rannsóknir einkennist einmitt oft af því að unnið sé með líkamann, líkamleika og þá þekkingu sem býr í líkamanum á beinni hátt en önnur fræðasvið. Líkaminn staðsetur okkur í heiminum og veitir okkur aðgang að því að skilja og skynja þær aðstæður sem við erum í hverju sinni. Segja má að það sé einmitt þessi skilningur og skynjun sem listirnar beina sjónum sínum helst að og skapa þannig tækifæri til að skapa samtal, bæði inn á við innan hvers áhorfanda/heyranda og út á við út í samfélagið í heild.
    Það var einmitt þessi sérstaða listrannsókna sem þátttakendur í Hugarflugi fengu tækifæri til að kynnast í þeim fjölbreyttu samræðuformum sem dagskráin bauð upp á.
    Ráðstefnan fór fram í húsnæði Listaháskólans að Laugarnesvegi 91. Skráning var óþörf og var ráðstefnan öllum opin.
    Lykil fyrirlesarar
    Sigríður Þorgeirsdóttir
    Rebecca Hilton
    Ráðstefnunefnd:
    Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
    Ásgerður Gunnarsdóttir
    Berglind María Tómasdóttir
    Garðar Eyjólfsson
    Hildur Bjarnadóttir
    Páll Haukur Björnsson
    Verkefnisstjóri: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
    Umsjón með listrænni uppsetningu: Ástríður Jónsdóttir
  • Hugarflug 2018

    Hugarflug 8. – 9. febrúar 2018

    Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir á fræðasviði lista og var haldin í sjöunda sinn árið 2018. Ráðstefnan skapar vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun í listum og menningu, með áherslu á þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu. Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt er að spyrja opinna spurninga, framkvæma tilraunir og setja fram ókláraðar rannsóknarniðurstöður.
    Hugarflug 2018 snérist fyrst og fremst um hvernig skapa megi vettvang sem sannarlega endurspeglar viðfangsefni starfsfólks og nemenda skólans, en ekki síður þeirra sem starfa á vettvangi lista og hönnunar. Þannig hafði ráðstefnan ekkert þema að þessu sinni og enga yfirskrift. Þess í stað var kapp lagt á að ráðstefnan yrði þverfaglegur vettvangur lista og hönnunar, sem hvatti kennara, nemendur og starfandi listamenn og hönnuði til að deila sínum spurningum, þekkingu og iðkun, og fléttar þau saman við hvort annað.
    Ráðstefnan fór fram í húsnæði listkennslu- og myndlistardeilda skólans, Laugarnesvegi 91, Reykjavík.
    Ráðstefnunefnd
    Alexander Roberts, formaður, sviðslistadeild
    Bjarki Bragason, myndlistardeild
    Gunndís Ýr Finnbogadóttir, listkennsludeild
    Thomas Pausz, hönnunar- og arkitektúrdeild
    Þorbjörg Daphne Hall, tónlistardeild
    Verkefnastjóri Hugarflugs er Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
  • Hugarflug 2017

    Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir á fræðasviði lista og var haldin í sjötta sinn árið 2017. Þema Hugarflugs árið 2017 var “minni”. Yfir 50 listamenn, hönnuðir og fræðimenn ræddu minni út frá fjölbreyttum sjónarhornum í 16 málstofum, auk þess sem listræn dagskrá setti sterkan svip á ráðstefnuna.
    Ráðstefnan skapar vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun í listum og menningu, með áherslu á þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu. Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt er að spyrja opinna spurninga, framkvæma tilraunir og setja fram ókláraðar rannsóknarniðurstöður.
    Ráðstefnunefnd / Conference Committee: 
    Alexander G. Roberts, lektor sviðslistadeild
    Berglind María Tómasdóttir, dósent tónlistardeild
    Bjarki Bragason, lektor myndlistardeild
    Gunndís Ýr Finnbogadóttir, aðjúnkt listkennsludeild
    Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, sviðsstjóri
    Ragnheiður Sigurðard Bjarnarson, MA-nemi
    Thomas Pausz, aðjúnkt hönnunar- og arkitektúrdeild
    Verkefnastjóri Hugarflugs: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir
    Ráðstefnan fór fram í húsnæði listkennslu- og myndlistardeilda skólans, Laugarnesvegi 91, Reykjavík.
  • Hugarflug 2016

    (English below)

    Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans og verður nú haldin í fimmta sinn. Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun með áherslu á listrannsóknir og þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu.

    Hugarflug býður upp á tækifæri til tengslamyndunar í akademísku samhengi hinna skapandi greina og leiðir saman starfsmenn skólans, nemendur, stundakennarar og starfandi listamenn, hönnuði, sýningarstjóra, listræna stjórnendur og fræðafólk á sviði menningar, lista og menntunar.

    Í ár er dagskráin sérlega vegleg, en 18 málstofur, gjörningar, vinnustofur og sameiginlegar umræður fara fram föstudaginn 19. febrúar. Fimmtudaginn 18. febrúar bjóðum í upptakt með áhugaverðu erindi Rolf Hughes, prófessors í University of the Arts í Stokkhólmi, ásamt pallborðsumræðum með Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskólans.

    Ráðstefnan fer fram í húsnæði listkennsludeildar og myndlistardeildar, Laugarnesvegi 91.

     

     

    LYKILERINDI / KEYNOTE:

    ROLF HUGHES: MONSTROUS RESEARCH STRATEGIES: ON CREATING AN EXPERIMENTAL FLYING CIRCUS

    This presentation yokes together different research traditions to explore monstrousness as a research strategy that spans conventions of scientific and artistic research traditions to create a hybrid “transdisciplinary” (i.e. monstrous) research form. I will argue that such forms are risk-led and prone to failure, but also best placed to create “innovative” research. They are also most appropriately communicated through “monstrous” formats. My own artistic practice is within the field of the prose poem – itself a “monstrous” yoking together of two seemingly disparate genres – my PhD (from UEA) was similarly within “Creative and Critical Writing”, and my professional practice over the past twenty years has taken place within the field of artistic research, which can also be described as a monstrous category in its collision of two distinct terms (the arts and research, which until relatively recently has been associated with the scientific).

    Monsters destabilise identity, genre, disciplinarity – i.e. categories that make claims on authority. Monstrousness is the site of experimentation, where certainties are torn apart and stitched together in new formations. One such site of experimentation is my current endeavour to bring together the nascent field of circus arts research with the established field of space research.

    Circus arts research is a space of radical transformation, a theatre of becoming, full of magic and enchantment. It subverts the tools of assessment applied to other research and demands new approaches. The scientific gaze has observed, measured, sampled and probed the conundrums of complex environments, yet has neglected the transformative space of circus arts research where there are no guarantees, only the exploration of limits. Traditional spaces such as tent, big top or street are now joined by other spaces that nurture different kinds of encounters, expressions, bodies, and new forms of existence. Space is certainly a space of and for monsters, it is just we have failed to articulate it as such, perhaps drawn to more domestic (or colonizing) visions due to our fear of the unknown.

    One such site of monstrous experimentation is starship Persephone. It takes the form of an experimental environment in which the nature of life itself is being choreographed into existence through the interactions of its bodies, spaces and the many potential relationships between them. Persephone’s laboratory is a living body produced by countless prototypes and relationships between human and nonhuman agents. It seeks new questions rather than particular affirmations or definitive answers. It is an instrument of radical reinvention of a world we thought we knew. These experimental terrains encapsulate the bold explorations and inventions of circus arts research whose myriad tumbling relationships shape the character of this world.

    Persephone’s principal investigator, Rachel Armstrong, Professor of Experimental Architecture at Newcastle University School of Architecture, and Rolf Hughes, Head of Research at the newly created Stockholm University of the Arts, are working together to explore monstrous methodologies and materials, and how these might contribute to the creation of a third millennium experimental research laboratory. My

    presentation will outline work so far and how a paradigm of monstrousness is at the core of the project’s design-led research.

     

    Rolf Hughes Bio (2015)

    A prose poet and disciplinary nomad, Hughes has been actively promoting innovative forms of artistic and transdisciplinary research over the past twenty years.

    Hughes is Head of Research and Professor of Artistic Research at Stockholm University of the Arts (inaugurated 2014). He has been expert advisor for artistic research at the Swedish Research Council, the Norwegian Artistic Research Programme, and the Austrian Programme for Arts-based Research (PEEK); Guest Professor in Design Theory and Practice-Based Research at Konstfack University College of Arts, Crafts and Design (2006-2014); Senior Professor in Research Design at Sint-Lucas School of Architecture (KU-Leuven, Belgium), where he helped create and develop an international, design-led PhD. programme (2007-2013). He has also served two terms as Vice President of the international Society for Artistic Research (elected by the SAR membership 2011-2013, unanimously re-elected 2013-2015).

    Hughes holds a First Class degree in English and Related Literature (University of York), an MA (with Distinction) in Creative Writing and the first ever PhD. in Creative and Critical Writing funded by the British Academy from the University of East Anglia, UK. He is currently exploring the potential contribution of magic and the circus arts to the conception and design of a third millennium experimental research laboratory. Writing and theatre remain central to his endeavour to link diverse forms of experience, expertise, and knowledge.

    Ráðstefnunefnd / Conference Committee

    Dr. Berglind María Tómasdóttir, aðjúnkt og fagstjóri við tónlistardeild

    Dr. Einar Torfi Einarsson, aðjúnkt við tónlistardeild

    Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt við hönnunar- og arktiektúrdeild og listkennsludeild

    María Dalberg, MA nemi í myndlist

    Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, forstöðumaður rannsóknaþjónustu

    Tinna Gunnarsdóttir, aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild

     

  • Hugarflug 2015

  • Hugarflug 2014

  • Hugarflug 2013

  • Hugarflug 2012

    Ráðstefna um tengsl listsköpunar og rannsókna

    Dagkskrá Hugarflugs 2012