Miðlun menningararfs

 
 
Þetta lokaverkefni í listkennsludeild LHÍ, fjallar um mikilvægi þess að miðla þeim menningararfi sem felur í sér sagnaarfinn og hvernig það, að nota þjóðsögur við kennslu gefur fjölbreytta möguleika á kennsluaðferðum og úrlausnum sem leiða til skapandi skólastarfs.
 
Nemendur eru hvattir til að beita greiningu, rannsókn og sköpun við nám sitt. Fjallað er um sköpun og hvað það er mikilvægt að nemendur tengi við merkingu og gildi viðfangsefna sinna til að sköpunargleðin verði ríkjandi í náminu.
 
Þemanám og grenndarnám er dæmi um skapandi skólastarf þar sem  innblástur er sóttur út í samfélagið. Skólafólk og uppalendur vinna að því að menning skili sér á milli kynslóða, til að mynda staðarmenningin, bæði sú sem á uppruna sinn í náttúrulegu umhverfi og sú sem á upptök sín í huga mannanna.
 
Þjóðsögur hafa alla tíð flutt einhver skilaboð til áheyrenda sinna og eru og hafa verið öflugur miðill í uppeldislegum tilgangi. Þegar sagnaþulir segja sögur sínar og eru með áheyrendum sínum augliti til auglitis hefur það jafnvel þau áhrif að áheyrendum finnst þeir þátttakendur í upplifuninni. Fjölmargir listamenn bæði innlendir sem erlendir hafa nýtt sér þjóðsögur og ævintýri sem uppsprettu að sinni listsköpun og eru nokkrir listamenn kynntir í verkefninu. 
 
 
Ég hef búið til námsvefinn Sagnavefurinn en þar er hægt að hlusta á sagnaþulinn Ásu Ketilsdóttur segja þjóðsögur.
 
Einnig eru þar verkefni fyrir listgreinakennslu sem hægt er að tengja sögunum ásamt hæfniviðmiðum, námsmati og tillögum að framkvæmd. Sótt er í smiðju fræðimannanna, John Dewey, Elliot Eisner og Ken Robinson við skrif þessa verkefnis einnig er litið til aðalnámskrár bæði grunn- og framhaldsskóla svo og annarra fagmanna.
 
Rétt er að geta þess að sagnaþulurinn Ása Ketilsdóttir, sögur hennar og áhrifamáttur þeirra, voru fyrst og fremst kveikjan að þessu verkefni.
 
 
mynd_af_verkefni.png
 
 
dagrunmagnusd [at] gmail.com
Leiðbeinendur: Ásthildur B. Jónsdóttir og Ellen Gunnarsdóttir
2017