Hér er verið að fagna sérvisku ólíkra einstaklinga með samsetningu fatnaðar. Línan er hönnuð með hóp einstaklinga í huga sem eru þátttakendur í óstöðvandi reifi. Innblástur er sóttur í styrk þeirra og sjálfstraust því þau leyfa ekki hugmyndum annarra um það hver má nota flík og hvernig að stjórna því hvernig þau klæða sig. Línan er jafnframt sjónræn túlkun á skörun hugarástands og upplifun einstaklinganna sem lifa og hrærast í þessari menningu. Þessi hlið línunnar birtist í breytingunni á milli formlegs klæðnaðar og götutísku og að lokum í algjörri afbyggingu.