Ferðalag er tilfærsla mannverunnar í tíma og rúmi.
Allt er í heiminum hverfult, þar sem allt er á stöðugri hreyfingu yfir í eða úr tómi, ekkert er fullkomið og ekkert er varanlegt. Með inngripi er hikið sem myndast á mörkum umbreytinganna fangað. Hikið er fryst í formi ílangrar vegferðar sem hverfist um að skapa rúm til dýpri upplifunar af yfirþyrmandi umhverfi. Vegferðin veitir afdrep fyrir þá sem vilja dvelja ljóðrænt í veru sinni, mitt í hringiðu náttúrafla þar sem skilin milli þess manngerða og náttúru eru vart skýr og sameinast fremur í eina heild.