Massimo Santanicchia, fagstjóri í arkitektúrbraut, heldur erindið Systems Thinking in Design Education undir fyrirlestraröð Vettvangs.

Í lýsingu fyrirlestursins segir:

'This lecture is a reflection on the benefits of introducing systems thinking at the core of design education. Systems thinking is illustrated as an educational paradigm and a critical tool to address complex challenges. Systems thinking helps us manage, adapt and see the connections between our choices and their impact. Thinking in systems therefore brings us closer together, not only to see the world and its components, but to feel that we are part of it.'
 

Fyrirlesturinn verður á ensku.

Vettvangur: Þverfaglegur vettvangur og óræð framtíð er opin fyrirlestraröð í tengslum við samnefnt námskeið þar sem nemendur á öðru ári af öllum brautum hönnunar- og arkitektúrdeildar starfa að þverfaglegum samstarfsverkefnum í Þverholti 11 og á Útskriftarhátíð á Kjarvalsstöðum.

Verkefni nemenda felast í skapandi umbreytingu á menningu og rýmum í eigin nærumhverfi með félagslega, menningarlega og efnislega sjálfbærni að leiðarljósi.

Allir fyrirlestar eru frá kl. 12:15 - 13:00 og verða haldnir í sýningarrými 105, gengið upp á pall inni í mötuneyti skólans.