Á undanförnum vikum hafa sviðshöfundar á öðru ári verið í námskeiðinu Óhefðbundin leikrými þar sem nemendur skoða hvernig rými getur verið uppspretta sköpunar. Nemendur munu sýna afrakstur lokaverkefna sem þau hafa unnið sjálfstætt í völdum rýmum. Kennari: Vala Ómarsdóttir 

10 nemendur sýna þrjú verk á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi.

Place du Mall
"Verið velkomin á Place du Mall, Eiðistorg, samkomustað Seltirninga. 

Áhorfendur eru beðnir um að koma á mitt Eiðistorg. Þar verður sérstakt áhorfendasvæði og byrjar verkið á slaginu 17:00. Áhorfendur eru því beðnir um að vera mættir 10 mínútur fyrr. 

Áhorfendur verða einnig beðnir um að koma með heyrnatól og tæki (t.d. snjallsíma, mp3-spilara, ipod...) til að hala niður sérútbúinni skrá til að spila á meðan verkinu stendur. Skráin verður birt í Fb - viðburði þegar nær dregur” 

Sviðshöfundar: Adolf Smári Unnarsson, Birnir Jón Sigurðsson og Brynhildur Karlsdóttir

Sýnt miðvikudaginn 6. des og föstudaginn 8. des

Kl: 17:00 (20 áhorfendur) ath: mikilvægt að mæta 10 mínútum fyrir sýningartíma. 

Áhorfendur vinsamlegast skiljið eftir netfang við skráningu 

 

Rakarasaga 2: Arfleifð smákaupmannsins
“Skoðunarferð um efri hæð Eiðistorgs."

Sviðshöfundar: Helgi Grímur Hermannson, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Tómas Helgi Baldursson
Staðsetning: Á miðju Eiðistorgi 

Sýnt miðvikudaginn 6. desember og föstudaginn 8. des

Kl: 18:00 (10 áhorfendur)

Kl: 19:00 (10 áhorfendur)

Welcome to Weltschmerz

Svartur fössari. 3 herbergja íbúð á 250 þúsund á mánuði. Skammdegið. Maður í slitnum skóm í Bónus. Rusl í jólapökkum Rauða Krossins. Erfðar skuldir. Týndir kettir. 

Þekkir þú tilfinninguna? Komdu á Eiðistorg - við erum með svarið sem þú þráir.

Sviðshöfundar: Aron Martin Ágústsson, Aníta Ísey Jónsdóttir, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko
Staðsetning: áhorfendur eru vinsamlegast beðnir um að skilja eftir netfang við skráningu. 

Sýnt miðvikudag 6. des og föstudaginn 8. des
Kl: 17:30 (10 áhorfendur)
Kl: 18:30 (10 áhorfendur)

 

Miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is. Miðapöntunum er svarað á skrifstofutíma (virkir dagar frá  9 - 15), ath að miðinn er ekki bókaður fyrr en staðfestingarpóstur þess efnis hefur borist.