Draumkenndir tónar fljótandi um í hafsjó af fólki. Tilraun sem vefur sig inn í sjálfið, sjálfið sem felur sig á bak við tilraun um formið. Það sem eitt sinn allt átti á nú allt og allt mátti. Náttmyrkvi, tómið hreina við gleypum og þeir geyma. Draumkenndir tónarnir tifa, tifa og tikk takk draumarnir þeir lifa.

Verkið In The Memory of Her Last-minute: Within the Center of the Concert er tónverk sem býður áhorfendum í ferðalag um nýja heima sem eru samt sem áður ævafornir.

Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson ( Krummi ) er draumkenndur listamaður sem hefur á síðustu árum lagt stund á sviðslistir og lifandi listrænan flutning. Listamaðurinn hefur að undanförnu haft mikinn áhuga á manninum og samskiptum, formum og þeim víddum sem við finnum fyrir og skynjum en sjáum ekki endilega. 

Verkið var frumsýnt 20.maí 2016 í Tjarnarbíó.

https://vimeo.com/167546641