Einkasýning Ylfu Þallar Ólafsdóttur, Undir fótum og inn í maga, opnar fimmtudaginn 27. október kl. 17:00 - 20:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Það er júnímorgunn, logn og langvarandi rigning fyllir andrúmsloftið. Garðurinn er sérstaklega grænn, heimurinn er grænn í dag. Risastór skógur af kerfil breiðir úr sér og teygir sig upp í himininn og hvítu blómin dansa með dropunum. Blaut í gegn, húðin er köld en innra með mér er hiti. Ég steypi mér inn í ofurgræna skóginn með hníf og byrja að skera hann niður. Lakkrísilmurinn gusast yfir mig. Það er eins og hann öskri en hljóðin eru róandi. Hljóðið þegar hnífsblaðið sker þvert í gegn um stilkinn, stundum rifnar hann og stundum brotnar hann. Stundum sparka ég hann niður og ríf hann upp með rótum. En fallegasta hljóðið er þegar hann fellur hægt til jarðar. Hljóðin drífa mig áfram eins og bensín og ég vil komast lengra inn. Undirlagið er rotnandi og ég er umvafin grænum lit.

Facebookviðburður sýningarinnar.

Á tímabilinu 13. október - 24. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 18 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 13. október - 24. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum Laugarnesi; í Naflanum sem er inn í miðju skólans, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Skúrnum sem sendur fyrir utan húsið austanmegin. Opnanir eru frá kl. 17 - 20 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist