Listaháskólinn býður í heimsókn í Laugarnesið á Háskóladeginum. Nemendur og kennarar taka á móti fróðleiksfúsum gestum og kynna námið. Myndlistarsýningar, dansverk, leiklestur, innsetningar  og tónlistaratriði gera Háskóladaginn í Listaháskólanum að menningarveislu.
 
Leiðsögn verður um verkstæði skólans kl. 13:30 og 14:30
 
Listaháskólinn mun kynna allt nám í Laugarnesinu. Skólinn býður upp á nám á 18 námsbrautum, þar af eru fimm námsbrautir á meistarastigi.
 

Námsbrautarkynningar í fyrirlestrarsal:

13:00 Hönnun og arkitektúr
13.30 Sviðslistir
14:00 Myndlist
14:30 Tónlist
15:00 Listkennsla

 

Umsóknarfrestur í bakkalárnám er til 1.apríl.

Umsóknarfrestur í meistaranám er til 13.maí

 

Nú er því rétti tíminn til að undirbúa umsókn í Listaháskólann. Nýttu Háskóladaginn til að undirbúa umsóknina þína, komdu í heimsókn og hittu sérfræðingana.

Við tökum fagnandi á móti ykkur!

Háskóladagurinn 2016 á Facebook.

Háskóladagurinn í Listaháskólanum

Listaháskólinn á Facebook