Sýningar fara fram í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu.
Laugardaginn 21.maí kl. 17
Þriðjudaginn 24.maí kl. 19
Miðvikudaginn 25.maí 19

Miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is
Miðapantanir eru afgreiddar á skrifstofutíma og send verður staðfesting á afgreiðslu miðapantanna við fyrsta tækifæri.

Vatn er Gott er ekki aðeins nýtt íslenskt sviðsverk heldur einnig ferðalag, rannsókn og niðurstaða. Ferðalagið hefst í krananum heima og ferðast í gegnum lagnir, út á Laugarnestanga, út í haf, til Afríku, gufar upp og dembist yfir okkur öll. Rannsóknin er hvernig vatnið hefur áhrif á okkur, ekki bara með því að halda í okkur lífinu heldur einnig hvernig það aðskilur okkur, skilur okkur að frá þeim sem skortir það.
Er afstaða fólgin í því að sturta niður 200 lítrum af vatni á dag?
Niðurstaðan er hvað við getum gert, hvað við getum ekki gert, og allt þar á milli.

Flytjendur: Brynjar Barkarson, Elísa Lind Finnbogadóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Heba Eir Kjeld, Hákon Jóhannesson, Jóhann Kristófer Stefánsson, Sigurbjartur Sturla Atlason & Bjarni Reyr Kristjánsson
Danshöfundar: Elísa Lind Finnbogadóttir & Heba Eir Kjeld
Sviðsmynd: Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Ljósahönnun: Kjartan Darri Kristjánsson
Tónskáld: Marteinn Hjartarsson
Aðstoðarmaður:Birnir Jón Sigurðsson

Sérstakar þakkir: Orkuveita Reykjavíkur, 66°Norður, Fannar Páll Aðalsteinsson, Una Þorleifsdóttir, Karl Ágúst Þorbergsson, Egill Ingibergsson, Kjartan Hreinsson, Haraldur Jónsson, Björn Leó Brynjarsson, Kanye West, Mamma, Pabbi, strákarnir mínir, Alma Gytha

Jóhann Kristófer Stefánsson er sviðslistamaður, rappari, leikari, aktívisti og fyrirsæta, svo eitthvað sé nefnt. Helstu viðfangsefni hans eru pólítík, en ekki sú pólítík sem hvítir miðaldra karlar stunda heldur sú sem við verðum vitni af og tökum þátt í í hversdagsleikanum, og poppmenning, áhrif hennar og staða í samtímanum.

Sviðslist Jóhanns Kristófers krefur áhorfandann um að taka afstöðu, bæði meðvitaða og/eða ómeðvitaða, en reynir þó eftir fremsta megni að skemmta áhorfendum, þó það takist mis vel.

Jóhann sækir innblástur sinn í hinu hversdagslega, á internetinu og í rapp tónlist. Hann leggur meira upp úr því að geta reglulega keypt sér strigaskó en að eyða í sparnað og reynir eftir fremsta megni að hætta að vera kaldhæðinn og vera einlægur.