Á námskeiðinu var höfundaverk Shakespears lagt til grundvallar og hugmyndaheimur þess kannaður. Sonnettur og leiktextar voru notuð til þjálfunar á flutningi efnis í bundnu máli, en auk þess var unnið með valdar senur úr verkum Shakespeare, þær greindar og sviðsettar. 

Hugað var að persónusköpun, uppbyggingu texta, hljóðmótun og kannaðir þeir möguleikar sem textameðferð í verkum Shakespeare býður uppá. Á námskeiðinu var unnið að samþættingu raddar, líkama og túlkunar í eina lífræna heild. 

Í kynningunni verður unnið með efni úr Hamlet, Macbeth og Draumi á Jónsmessunótt.

Kennarar námskeiðsins voru Rúnar Guðbrandsson, Ragnheiður Skúladóttir og Snæbjörg Sigurgeirsdóttir.