Dagana 19. - 21. febrúar sýna leikarar afrakstur námskeiðsins "leikarinn sem höfundur" sem stýrt var af Ragnheiði Skúladóttur.

Aðgangur er ókeypis á allar sýningarnar en fólki er bent á að taka frá miða hjá midisvidslist [at] lhi.is

 

KEF - AMS

Sigurbjartur Sturla Atlason sýnir nýtt íslenskt verk KEF - AMS í Smiðjunni. Sýningin er afrakstur fjögurra vikna áfanga sem kallast ‘Leikarinn sem höfundur" og er stýrt af Ragnheiði Skúladóttir.

Sýningar:
Föstudaginn 19. febrúar kl. 16:00
Laugardaginn 20. febrúar kl. 16:00

Leikstjórn: Sigurbjartur Sturla Atlason, Atli Rafn Sigurðarson
Leikarar: Sigurbjartur Sturla Atlason, Íris Tanja Flygenring, Berglind María Tómasdóttir, Stefán Jónsson, María Dögg Nelson, Rafnhildur Rósa Atladóttir, Hlynur Þorsteinsson.
Hljóðmynd: Logi Pedro Stefánsson
Aðstoð við tækni: Egill Ingibergsson og Guðmundur Felixsson

Þakkir: Ölgerðin, Seglagerðin, Þjóðleikhúsið, Egill Ástráðs, Sigga Ólafs, Jóhann Kristófer, Kjartan Hreins, Locke.

 

SattSannarSannast

Íris Tanja Flygenring sýnir verkið "SattSannarSannast" í Skugga, Austurstræti 2a.

Sýningar:
Frumsýning: Föstudaginn 19.febrúar kl. 16:00
Laugardaginn 20.febrúar kl 15:00.

Leikstjóri: Atli Rafn Sigurðsson.
Leikarar: Íris Tanja Í. Flygenring og Baltasar Breki Samper. Sýningastjórn: Elísabet Skagfjörð.
Tækni: Egill Ingibergsson og Guðmundur Felixson.

Verkið er byggt á þáttaröðunum The Affair og íslenskum dómsmálum.

 

FLÓRA 0604

Aldís Amah Hamilton sýnir verkið "Flóra 0604" í Skugga, Austurstræti 2a.

Sýningar:

Frumsýning: Föstudaginn 19.febrúar kl. 17:00
Laugardaginn 20.febrúar kl 18:00.

Handrit & Leikstjórn: Aldís Amah Hamilton
Leikarar: Aldís Amah Hamilton.
Sýningastjórn: Ebba Katrín Finnsdóttir.
Tækni: Egill Ingibergsson, Guðmundur Felixson & Íris Tanja Flygenring.

Sérstakar þakkir fær Íris Tanja Flygenring fyrir að halda í mér lífi og meðí.

 

VELKOMIN

María Thelma Smáradóttir sýnir verkið "Velkomin heim" í Hráa sal, Sölvhólfsgötu 13.

Sýningar:
Frumsýning: Föstudaginn 19.febrúar kl. 19:00
Laugardaginn 20.febrúar kl 19:00.

- - -
Velkomin heim!
Við lifum á tímum umbreytinga og upprætis, þar sem að æ færri búa þar sem að þeir fæddust. Fyrir flest okkar er hugtakið “heim” sá staður er maður heldur til eftir langan vinnu- eða skóladag til hvíldar og öryggis, eða sá staður sem við fæðumst og ölumst upp á. Hinsvegar eru einstaklingar í samfélaginu okkar sem líta á hugtakið sem fremur þjálft, fjarstæðukennt og óstöðugt. Við þurfum ekki að leita langt til þess að taka eftir því að samfélagið okkar er samansett af fólki allstaðar að úr heiminum. Meðal okkar eru hundruðir radda sem aldrei fá að heyrast og sögur sem aldrei fá að berast. Þessi er ein af þeim.
Velkomin heim er skáldverk sem byggt er lauslega á munnlegum heimildum um móður mína, líf hennar í Thailandi og hennar fyrstu upplifun þegar hún kom fyrst til Íslands fyrir 26 árum.

Leikstjórn: Þórdís Nadia Semichat
Grafík: Gísli Þór Brynjólfsson
Ljós: Guðmundur Felixson
Tónlist: Höskuldur Eiríksson, Ingibjörg Fríða Helgadótir, Ingvi Rafn Björgvinsson, Ragnheiður Veigarsdóttir, Reuben Fenemore, Sunna Friðjónsdóttir, Þorgrímur Þorsteinsson.
Búningar: María Thelma Smáradóttir
Leikmynd: María Thelma Smáradóttir og Egill Ingibergsson
Dramatúrgía: Elín Kristjánsdóttir
Sérstakar þakkir: Ruam Tuankrathok, Apríl Harpa Smáradóttir og Elín Kristjánsdóttir.

 

ÉG OG JÓN

ÉG OG JÓN er nýtt leikverk eftir Hjalta Rúnar Jónsson.

Verkið verður sýnt í Smiðjunni sem er í húsnæði Listaháskólans við Sölvhólsgötu 13, gengið er inn Skúlagötumegin. Sýningin tekur 20 mínútur og er frítt inn.

Sýningartímar:
Föstudagurinn 19. feb kl. 20
Laugardagurinn 20. feb kl. 18

Aðstandendur sýningarinnar:
Höfundur: Hjalti Rúnar Jónsson
Leikstjórn: María Sigurðardóttir og Hjalti Rúnar Jónsson
Tónlist: Hafliði Emil Barðason
Leikari: Hjalti Rúnar Jónsson
Hljómsveit: Hafliði Emil Barðason
Tæknivinna: Egill Ingibergsson, Guðmundur Felixson, Þóroddur Ingvarsson, Hjalti Rúnar Jónsson

 

AFTUR Á BAK

Alexander Erlendsson sýnir verkið "Aftur á bak" í Dómsalnum, Lindargötu.

Sýningar:
Frumsýning: Föstudaginn 19.febrúar kl. 19
Laugardaginn 20.febrúar kl 14

Leikarar : Arnar Jónsson og Alexander Erlendsson
Leikstjórn : Arnar Jónsson og Alexander Erlendsson
Handrit: Alexander Erlendsson
Dramatúrg : Stefán Ingvar Stefánsson
Tækni og aðstoð : Egill Ingibergsson, Guðmundur Felixsson og Stefán Ingvar Vigfússon.

Þakkir: Arnar Jónsson, Þjóðleikhúsið, Stefán Ingvar, Guðmundur Ingi Þorvaldsson.

 

SÚÐAVÍK

Birna Rún Eiríksdóttir sýnir verkið "Súðavík" í Hráa salnum, Sölvhólsgötu.

Sýningar:
Frumsýning: Föstudaginn 19.febrúar kl. 21 - FULLT
Laugardaginn 20.febrúar kl 17:00 - FULLT

Höfundar : Birna Rún Eiríksdóttir og Eiríkur P. Jörundsson.
Leikstjórn: Birgitta Birgisdóttir og Birna Rún Eiríksdóttir
Tækni- og listrænaðstoð: Eygló Hilmarsdóttir
Tækni: Egill Ingibergsson og Guðmundur Felixson.