Sýningar:
Föstudaginn 20.maí kl. 21
Miðvikudaginn 25.maí kl. 19
Fimmtudaginn 26.maí kl. 21

Miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is
Miðapantanir eru afgreiddar á skrifstofutíma og send verður staðfesting á afgreiðslu miðapantanna við fyrsta tækifæri.

Sýningar fara fram í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13.

Hvað er ást?
Elskan ekki meiða mig
Ekki meiða mig meir
Ég veit ekki hví þú ert ekki hér
Ég gef þér allt, en þér er sama
Hvað er rétt og hvað er rangt?
Sýndu mér tákn
Ég skil ekki, hvað get ég gert?
Hvað annað get ég sagt, það veltur á þér
Ég veit við erum eitt, bara ég og þú
Ég get ekki meir
Ég vil engan annan
Þetta er okkar líf, okkar tími
Við erum saman og ég þarfnast þín alltaf
Er þetta ást?

„What is Love?“ e. Haddaway (íslensk þýðing)

AÐSTANDENDUR
Höfundar: Nína Hjálmarsdóttir og hópurinn
Leikstjóri: Nína Hjálmarsdóttir
Flytjendur: Adolf Smári Unnarsson, Fannar Arnarsson, Selma Reynisdóttir/Eydís Rose Vilmundardóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson og Þórey Birgisdóttir
Dramatúrgar: Emelía Antonsdóttir Crivello og Matthías Tryggvi Haraldsson
Sviðsmynd: Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Nína Hjálmarsdóttir
Búningar: Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Iðunn Brynjarsdóttir
Ljósahönnun: Guðmundur Felixsson
Þakkir: Egill Ingibergsson, Una Þorleifsdóttir, Karl Ágúst Þorbergsson, Halldóra Ársælsdóttir, Elín Elísabet Einarsdóttir, Ísabella Katarína Márusdóttir, Þorleifur Örn Arnarsson, SLAA á Íslandi, Ása Richardsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson, Sunna Sasha, Stofan Kaffihús

Nína er uppalin í Kópavogi en hefur búið og ferðast mikið í Suður-Ameríku og einnig í Kaupmannahöfn þar sem hún starfaði hjá listahópunum Hotel Pro Forma og Wunderland. Fyrir Listaháskólann hafði hún lagt fyrir sig tónlist og kvikmyndagerð, sem hefur haft áhrif á mótun hennar sem sviðshöfundur.

Nína vinnur verk sín í samsköpun, út frá skilgreindu þema. Hún hefur áhuga á hlutverki áhorfandans í list og skrifaði BA-ritgerðina sína um samsömun og þáttöku í verki um flóttamenn. Hún sækir innblástur sinn m.a. í myndlistarleikhús, ofur-raunveruleika, dans, framandgervingu, kvikmyndir, hversdaginn, trúnó, djammið, tónlist, eigin reynsluheim og nánasta umhverfi. Mörk raunveruleikans og sviðssetning hans í leikhúsi eru Nínu hugleikin, sem og þráin fyrir einlægni. Hún vill skapa heim á sviðinu sem hefur sín eigin lögmál.

Yrkisefnin standa henni nærri. Manneskjan og hegðun hennar, samskipti okkar allra. Og svo er það ástin.