FRAMKVÆMDARÁÐ

Framkvæmdaráð er samráðsvettvangur helstu stjórnenda skólans. Ráðið fjallar um sameiginleg málefni deilda og stoðsviða og skipulag skólastarfsins, þ.m.t. skipulag kennslu og kennslufyrirkomulag. Framkvæmdaráð undirbýr tillögur að stefnu fyrir skólann í helstu málefnum og er bakhjarl rektors í daglegri stjórn.

Í framkvæmdaráði sitja auk rektors, framkvæmdastjóri skólans og deildarforsetar. Aðrir forstöðumenn sitja fundi ráðsins eftir því sem tilefni gefa til. Rektor stýrir fundum framkvæmdaráðs.

FAGRÁÐ

Fagráð 2016-2017 skipa

Bryndís Björgvinsdóttir, aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild
Jóhannes Dagsson, lektor við myndlistardeild
Ásgerður G Gunnarsdóttir, lektor við sviðslistadeild
Atli Ingólfsson, prófessor við tónlistardeild
Ingimar Ó Waage, aðjúnkt við listkennsludeild
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor
Sigrún Inga Hrólfsdóttir, forseti myndlistardeildar
Stefán Hallur Stefánsson, stundakennari við sviðslistadeild
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, fulltrúi meistaranema
Áheyrnarfulltrúi Hollnemafélagsins: formaður Hollnemafélags Listaháskólans