Sviðslistadeild stendur á tímamótum og vinnur nú að gagngerum breytingum á ýmsum sviðum skólastarfsins.

Margar þessara breytinga hafa verið í farvatninu í lengri tíma en hafa fengið innspýtingu með þeim snöggu hugarfarsbreytingum sem hafa orðið í kjölfar #metoo.

Aðgerðirnar eru af ólíkum toga og verða tíundaðar í löngum lista hér að neðan sem byrjar um miðjan október og endar í febrúar 2019.
 
5.október: Sögur eru birtar um Harvey Weinstein í fjölmiðlum vestanhafs. #Metoo herferð hefst á facebook.
 
15.október: Fyrrverandi nemandi sviðslistadeildar birtir status á facebook þar sem starfsemi deildarinnar er gagnrýnd.
 
16.október: Málið tekið fyrir á fagstjórafundi, þar sem farið er yfir atriði sem birtast á facebook.
 
16.október: Deildarforseti býður tiltekin fyrrverandi nemanda á fund til að ræða betur gagnrýnina og býður henni að hafa með sér fleiri konur úr sviðslistum sem hafa svipaðar sögur að segja.
 
18.október: Deildarforseti fundar með þremur fyrrverandi nemendum. Þar voru sértæk atriði frá námstíma þeirra tíunduð þar sem þær lýsa hvernig gengið var yfir velsæmismörk þeirra. Atriðin voru mismunandi eðlis og voru frá mismunandi tímum og vörðuðu fjóra kennara. Einnig var talað um kynjahlutföll kennara á leikarabraut, birtingamyndir kvenna, kvennhlutverk og andrúmsloft á brautinni.
 
19.október: Rektor upplýstur um málið.
 
23.október: Deildarforseti fundar með mannauðsstjóra Lhí um viðbragðsáætlanir.
 
23.október: Deildarforseti fundar með fagstjóra og fulltrúa kennara leikarabrautar um öll atriðin sem tilkynnt voru. Farið yfir kennsluhætti, inntökuferli og ráðningar stundakennara með tilliti til þessara þátta.
 
24.október: Deildin sendir frá sér yfirlýsingu á facebook til stuðnings "Metoo.
 
24.-30.okt. Deildarforseti talar við alla nafngreinda kennara og fer yfir umkvörtunarefnin með þeim.
 
24. - 30.okt Áætlanir gerðar á leikarabraut til að ráðast í breytingar á ferlum við inntökupróf.
 
25.október Fundur haldinn með föstu starfsfólki og kennurum deildarinnar um viðbragðsaðgerðir í deildinni.
 
27.október Haldinn opinber umræðufundur um birtingamyndir feðraveldis með þáttöku allra nemenda sviðslistadeildar.
 
1.nóvember: Kynjafræðingur frá Félagsvísindastofnun fenginn á fund deildarráðs og vandi deildarinnar yfirfarinn með öllu starfsfólki, fulltrúum nemenda og mannauðsstjóra LHÍ.
 
1.nóvember:  Stofnaður vinnuhópur um jafnréttismál sem á að gera viðbragðsáætlun fyrir starfsemi deildarinnar, með fulltrúum kennara og nemenda.
 
8.nóvember: Rætt við með nemendum leikarabrautar um málið á árlegum fundi deildarforseta með nemendum og atburðarásin rakin.
 
14.nóvember: Rætt við með nemendum sviðhöfundabraut um málið á árlegum fundi deildarforseta með nemendum og atburðarásin rakin.
 
15.nóvember: Málið kynnt og tekið fyrir í framkvæmdaráði Listaháskólans.
 
27.nóbember Rektor og forseti sviðslistadeildar sitja fyrir svörum um viðbrögð Listaháskólans við metoo í síðdegisútvarp Rásar tvö.
 
27.nóvember Rektor situr ásamt Þjóðleikhússtjóra í Kastljósi þar sem rætt er um viðbrögð stofnana við opinberununum.
 
28.nóvember Forseti sviðslistadeildar sendir út persónulega yfirlýsingu á facebook hóp sviðslistadeildar.
 
29.nóvember Rektor sendir út yfirlýsingu fyrir hönd LHÍ sem birtist á vef LHÍ, facebook síðu LHÍ og var síðan send út sem fréttatilkynning til allra fjölmiðla.
 
29.nóvember Forseti sviðslistadeildar skrifar persónulega yfirlýsingu á opinberri (opinni) facebook síðu sviðslistadeildar.
 
29.nóvember Deildarforseti fundar með kvennemendum sviðslistadeildar. 8.desember Opin málstofa með kynjafræðingi á vegum sviðslistadeildar – opin öllum deildum og starfsmönnum skólans.
 
8.desember Vinnuhópur um jafnrétti í sviðslistadeild kynnir nýskrifaðar siðareglur leiðbeinenda og endurskoðaða jafnréttisstefnu sviðslistadeildar.
 
11.desember Nemendum og kennurum í sviðslistadeild sem orðið hafa fyrir áreitni eða ofbeldi í skólastarfinu er boðið viðtal við utanaðkomandi sérfræðing.
 
12.desember Hollnemum sviðslistadeildar sem orðið hafa fyrir áreitni eða ofbeldi í skólastarfinu er boðið viðtal við utanaðkomandi sérfræðing.
 
18.des Fundur kvennemenda leikarabrautar með fagstjórum og deildarforseta sviðslistadeildar um nám á leikarabraut.
 
18.des Starfsfólki og nemendum sviðslistadeildar er boðin hópráðgjöf í sitt hvoru lagi í tengslum við áhrif #metoo opinberananna.
 
Aðgerðir deildarinnar framundan:
 
 
Vorönn 2018
· Opin málstofa sviðslistadeildar um nemendamiðað nám og forsendur þess.
· Endurskipulagning inntökuprófa á öllum brautum í nánu samráði við nemendur.
· Könnun send út til hollnema sviðslistadeildar um kynferðislega áreitni og kynbundna misbeitingu valds.
· Unnið að undibúningi að innleiðingu nýrra kennsluhátta.
· Sjálfbæri sviðslistamaðurinn, samnorrænt verkefni Norteas býður nemendum ýmis námskeið í sjálfbærum aðferðum sviðslista, þvert á Norðurlöndin. (verkefnið hófst í febrúar 2017 í Reykjavík)
· Ráðing nýrra kennara á leikarabraut.
 
Haustönn 2018
· Þjálfun leiðbeinenda sviðslistadeildar í nemendamiðuðum kennsluháttum sem stuðla að faglegri sjálfbærni nemendanna.
· Innleiðing nýrra kennsluhátta á öllum brautum sviðslistadeildar.
· Kynjafræði verður stór hluti í inngangsnámskeið sviðslistadeildar Aðdragandi
· Sjálfbæri sviðslistamaðurinn, stórt samnorrænt námskeið með þátttöku 10 nemenda sviðslistadeildar og 3 kennara í Vilnius, Litháen.
 
Vorönn 2019
· Sjálfbæri sviðslistamaðurinn, stórt kennaranámskeið á vegum Norteas í Malmö, skipulagt af sviðslistadeild LHÍ í samstarfi við Leiklistardeild háskólans í Malmö. Kennsluaðferðir sem stuðla að sjálfbærni nemandans með þátttöku kennara sviðslistadeildar.