Nemendur í námskeiðinu Kennslufræði sjónlista við listkennsludeildar vinna að verkefninu Steinahlíðargarðurinn sem kennslustofa og er verkefnið hluti af Barnamenningarhátíð sem fer fram dagana 12. - 20. apríl ´18.
 
Verkefnið er samstarfsverkefni listkennsludeildar Listaháskóla Íslands, Vogaskóla og leikskólans Steinahlíðar.
 
Umsjón með verkefninu og kennari námskeiðsins er Guðrún Gísladóttir.
 
Verkefnið felur í sér eftirfarandi meginþætti:
 
Það byggir á sjálfbærniþætti Aðalnámskrár og inntak verkefna með börnunum skal taka mið af menntun til sjálfbærrar þróunar.
Það felur í sér grenndarkennslu og að nýta nærumhverfi barnanna sem uppsprettu hugmynda og sýningarstað.
Það felur í sér að tengja saman skólastig (leik- og grunnskóla). 
Frumkvæði nemenda/barnanna. 
Val nemenda (choice based education) verkefnin eru á forsendum barnanna.
Það felur í sér að skipuleggja vinnuferli frá hugmynd til sýningar.
 
Verkefninu lýkur með sýningu föstudaginn 20. apríl en staður og stund verður tilkynnt síðar.
 
Hér má sjá dagskrá Barnamenningarhátíðar í heild sinni.