Heiðdís Inga Hilmarsdóttir
Sólundarfé
Vöruhönnun

Verkefnið Sólundarfé fjallar um að skapa verðmæti úr því sem fer til spillis. Það hófst með rannsókn á óhefðbundnum landbúnaði hér á landi þar sem fimm ólík býli voru heimsótt í viku í senn. Á hverjum stað var kafað ofan í framleiðsluferli en við það komu í ljós hráefni sem ekki voru nýtt á neinn hátt. Rannsakandi sýnir fram á að hægt sé að skapa afurðir úr þessum hráefnum og stuðla þannig að sjálfbærni í íslenskum landbúnaði. Verkefnið brúar bilið á milli landbúnaðar og vöruhönnunar auk þess að varpa ljósi á hvað það þýðir að vera bóndi í íslensku nútímasamfélagi.