Ívar Björnsson
Hætta / Athugið
Grafísk hönnun

 
Aukin tíðni slysa í kjölfar aukins ferðamannastraums til Íslands er stórt vandamál. Núverandi viðvörunarskilti eru fjölbreytt og ekki nægilega áhrifamikil. Hætta/Athugið er vefsíða hugsuð til að samræma útlit viðvörunarskilta á Íslandi. Kerfið sem er hannað frá grunni er hugsað fyrir umsjónarmenn ferðamannastaða til að hanna sín eigin skilti og þannig samræma útlit viðvörunarskilta á Íslandi. Í gegnum kerfið hafa notendur aðgang að sniðmátum þar sem grípandi letur, óhefðbundin form og myndtákn eru notuð til að fanga athygli vegfaranda á skilvirkan hátt. Því allt saman snýst þetta um að grípa augu vegfaranda og gera þá meðvitaðri um aðsteðjandi hættu.