Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar öllum sem vilja ná betri tökum á því að koma fram og halda erindi og fyrirlestra. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Námskeið í frásagnartækni og fyrirlestrum. Námskeiðið er sjálfstætt framhald af þeim tæknilega grunni sem lagður var í áfanganum Rödd, spuni tjáning. Í námskeiðinu er lögð áhersla á að þróa persónulegan frásagnarstíl hvers þátttakanda. Þátttakendur fá þjálfun í framsögn í gegnum verklegar æfingar, öndun, raddæfingar og fjölbreytta fyrirlestra.
 
Námsmat: Sjálfsmat, jafningjamat og leiðsagnarmat.
 
Kennari: Þórey Sigþórsdóttir hefur starfað jöfnum höndum sem leikkona, leiklistarkennari, leikstjóri og raddþjálfari. Hún lauk MA gráðu í Advanced Theatre Practice frá the Central School of Speech and Drama í London árið 2012 og MA í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ 2014.  Þórey er menntaður raddkennari frá NGT -The Voice Studio International og hefur meðfram leiklistinni kennt raddþjálfun um árabil við Listaháskóla Íslands, Leiðsöguskóla Íslands, Háskóla Íslands og á sérsniðnum námskeiðum. 
 
Staður og stund: Laugarnes, þriðjudaga og föstudaga kl. 13- 15.50.
 
Tímabil: 6. - 23. nóvember, 2018. (Ekki er kennsla þrið. 20. nóv.).
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249