" Fjöltengi er samsýning tíu listamanna sem eiga það sameiginlegt að vinna eftir innsæi í listsköpun sinni og meta sköpunarferlið til jafns við útkomuna.

„Á sýningunni verða gjörningar, myndbandsverk, teikningar og ljósmyndir sem fjalla um margbreytilega skynjun okkar á heiminum. Notast verður við mátt dreymandans og andleg mið verða könnuð. Leitað verður að nýjum sýnum, óvissan heilluð og frelsinu fagnað sem felst í því að leyfa sér að dreyma. Innsæið mun birtast í formi sköpunarkraftsins. Máttur listarinnar mun verða vakin er við setjum upp huglægt loftnet og fjöltengjumst hinni ósjálfráðu, óhefluðu veru mannsins og miðlum þannig því sem er handan tungumálsins“

Hópurinn sækist eftir því að varpa ljósi á list sem sjálfstæðan og sjálfbæran kraft. 

Á opnunardeginum mun vera framin tilraunagjörningur fyrir utan í garði Ekkisens. Einnig mun eiga sér stað annar gjörningur, innblásin af Ganzfeld tilrauninni sem kannar fjarskynjun þátttakenda. 

Sýningin opnar á laugardaginn þann 28. febrúar kl. 20.

Þeir sem sýna eru:

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir
Andri Björgvinsson
Bergrún Anna HallsteinsdóttirHeiðrún G. Viktorsdóttir
Hjálmar Guðmundsson 
Myrra Leifsdóttir
Sara Ósk Rúnarsdóttir
Sigríður Þóra Óðinsdóttir
Steingrímur Gauti
Ylva Frick

Sýningin mun standa yfir í viku og verður opin 1. - 6. mars frá kl. 16:00 - 18:00.