Þingið er í tveimur hlutum Í fyrri hluta mun valinn hópur listamanna ræða sín á milli um listmenntun í nútíð og framtíð, hugleiða þróun sviðslistamenntunar og kryfja samspil fagumhverfis og menntunar og í seinni hlutanum verður opnað fyrir almennar umræður í smærri umræðuhópum. Röð af spurningum verða leiðarljós umræðnanna.

Dæmi um spurningar:

Hver eru áhrif kennsluaðferða á aðferðafræði?
Hver eru áhrif skólans á samfélagið?
Hver eru áhrif samfélags á skóla?
Hvenær verður listamaður að listamanni?
Hvert er vægi tæknikennslu í listnámi?

Frummælendur eru; Ásgerður Gunnarsdóttir, einn listrænna stjórnenda RDF, Katrín Hall danshöfundur, Ingólfur Arnarsson myndlistamaður, Magnús Þór Þorbergsson lektor í leiklistarfræðum við sviðslistadeild LHÍ, Steinunn Knútsdóttir sviðslistakona og deildarforseti sviðslistadeildar LHÍ.

Stjórnandi umræðna er Ragnheiður Skúladóttir listrænn stjórnandi LOKAL.

Leiklistarsamband Íslands, Sviðslistadeild Listaháskólans, LOKAL og RDF standa að þinginu sem haldið er í sviðslistadeild Listaháskólans að Sölvhólsgötu 13 í Sölvhóli stærsta útihúsi skólans að norðurverðu,  þátttaka er öllum opin og endurgjaldslaus.