Markmið heimsóknarinnar var að kynna starfssemi deildanna tveggja og efna til samræða um uppbyggingu listmenntunar í landinu.

Heimsóknin byrjaði í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar í Þveholti þar námsbrautir deildarinnar voru kynntar, vinnustofur nemenda skoðaðar ásamt verkstæðum.

Að lokinni skoðunarferð um húsnæði myndlistardeildar kynnti Hulda Stefánsdóttir, prófessor uppbyggingu náms BA námsbraut í myndlist og gestir þáðu léttar veitingar.

Ánægjulegt var hve margir kennarar þáðu boðið sem vonandi var gagnlegt.