Að sögn Dóru Haraldsdóttur, formanns nemendaráðs, er aðbúnaði í skólanum verulega ábótavant. Ekki er hægt að taka við fötluðum nemendum í öllum deildum en það er brot á jafnrétti til náms. Auk þess sem loftræstingu, hita og hljóðeinangrum er ábótavant.

Um tvö ár eru síðan nemendur og kennarar sviðslist- og tónlistardeildar vöktu athygli á  húsnæðisvanda deildanna og stóðu fyrir mótmælum í menntamálaráðuneytinu. Sjá frétt .

Bréf nemendaráðs til mennta- og menningarmálaráðherra.

Kæri Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta­málaráðherra.

Við telj­um list­ir gegna mik­il­vægu hlut­verki í sam­fé­lag­inu og meðal ann­ars þess vegna kus­um við fram­halds­mennt­un á lista­sviðinu. Við erum hugs­andi ein­stak­ling­ar sam­an­komn­ir til að fjár­festa í sjálf­um okk­ur, framtíð okk­ar og sam­fé­lags­ins. Okk­ur er annt um námið okk­ar. Frétt­ir af boðuðum niður­skurði til skól­ans leggj­ast því illa í okk­ur. Sér­stak­lega að dreg­inn sé til baka hús­næðis­styrk­ur til skól­ans.

Frá stofn­un skól­ans hef­ur hús­næðis­vand­inn verið hans stærsti vandi og hef­ur skapað marg­vís­leg­ar flækj­ur og tak­mark­an­ir á starf­inu. Meðal van­kanta má telja:

  • Aðgengi fatlaðra er óá­sætt­an­legt. Ekki geta all­ar deild­ir tekið við fötluðum nem­end­um til náms eða nem­end­um með tíma­bundn­ar skerðing­ar (t.d. fólki sem hef­ur slasast eða þunguðum kon­um). Það brýt­ur á jafn­rétti til náms.
  • Loftræsti­kerfi, hljóðbærni, hita­veita og ann­ar aðbúnaður í sum­um bygg­ing­um er al­var­lega ábóta­vant og sumstaðar ekki fylli­lega til staðar. Það eru ekki boðleg­ar aðstæður til náms.

Skól­inn var stofnaður með það að sjón­ar­miði að vera skóli allra lista­greina og hafa þannig sér­stöðu. Klof­inn húsa­kost­ur haml­ar hins­veg­ar sam­starfi milli deilda. Mik­il sam­skipti hafa farið fram á milli skól­ans og stjórn­valda um málið en ekki hef­ur feng­ist fjár­magn til að ljúka við skýrslu sem gerð var. Upp­bygg­ing sam­einaðs skóla get­ur því ekki haf­ist.

Það er ljóst að boðaður niður­skurður mun bitna illa á starfi skól­ans og ósk­um við því eft­ir úr­lausn­um.
Nem­end­ur Lista­há­skól­ans læra að hugsa í lausn­um, að hugsa í nýj­um leiðum, hugsa út fyr­ir ramm­ann og sett­ar regl­ur, horfa gagn­rýn­um aug­um og að rýna til gagns, vera sjálf­stæð, sýna frum­kvæði og gefa af sér. Þess vegna lang­ar okk­ur að bjóða þér til sam­tals þar sem við get­um í sam­ein­ingu hugsað lausnamiðað um framtíð Lista­há­skól­ans.

Fyr­ir hönd nem­enda skól­ans bjóðum við þér, sem mennta­málaráðherra, list­unn­anda og pí­anó­leik­ara, að koma og kynna þér húsa­kost og aðbúnað nem­enda skól­ans og leita með okk­ur lausna.  

Virðing­ar­fyllst, fyr­ir hönd nem­enda Lista­há­skóla Íslands:
Nem­endaráð Lista­há­skóla Íslands

Dóra Har­alds­dótt­ir, hönn­un­ar-og arki­tekt­úr­deild
Andrea Elín Vil­hjálms­dótt­ir, sviðslista­deild
Katrín Helena Jóns­dótt­ir, mynd­list­ar­deild
Ragn­heiður Erla Björns­dótt­ir, tón­list­ar­deild
Erla Steinþórs­dótt­ir, list­kennslu­deild