Nína Hjálmardóttir nýútskrifaður sviðshöfundur var valin úr hópi 350 umsækjanda til þess að taka þátt í NEUNOW FESTIVAL með verkið sitt Mátulegt. 
 
Mátulegt var einstaklingsverkefni hennar og vann hún það í samvinnu við Selmu Reynisdóttur nema á samtímadansbraut og Birki Sveinbjörnsson.
Fyrir NEUNOW FESTIVAL þróaði Nína verkið enn frekar og fékk til liðs við sig Selmu aftur og Sigurð Andrean Sigurgeirsson nýútskrifaðan samtímadansara. Tónlistin í verkinu er Ingva Rafn Björnsson.
 
 
NEUNOW FESTIVAL er hátíð sem er haldin af ELIA samtökum Listaháskóla og það eru 300 skólar. 35 verk úr öllum listgreinum voru valin og eru 5 tengd Theatre/Dance og er Mátulegt eitt af þeim. 
Hátíðin er haldin í Westergasfabriek, en það er gamalt verksmiðjuhverfi sem hefur verið breytt í listrými. 
 
Hátíðin er hugsuð fyrir creme de la creme af nýútskrifuðum listamönnum til að búa til samstarf á milli landa, við hittumst og sjáum list hvors annars og svo eru allskonar viðburðir í kringum hátíðina, til dæmis tökum við þátt í workshoppum og svona Open Talks með mjög spennandi viðfangsefnum og í lok hverrar sýningar er svo kallað Artist talk sem ég tek þátt í, og er mjög stressuð fyrir. 
Verkið mitt var valið af því að það er á mörkunum milli myndlistar, leikhúss og dans -- en hátíðin leggur áherslu á að hafa svona framsækin verk, segir Nína.
 
Nánar má sjá um hátíðina hér: http://www.neunow.eu/artists/suitable
Nánar um verkið Mátulegt má finna á slóðinni http://www.ninahjalmars.com/matulegt