Tilraunamennskan uppmáluð; fatahönnuðurinn og myndlistamaðurinn Robert Cary-Williams er fæddur 1966 og stundaði nám við Central Saint Martin’s School of Art & Design í London. Hann er þekktur fyrir að leika sér með eiginleika og mörk efna. Dæmi um það eru „Shotgun“-lína hans þar sem hann hannaði línu af bolum þar sem flíkurnar voru skotnar með haglabyssu en hugmyndin vakti athygli og nutu bolirnir mikilla vinsælda hjá ákveðnum samfélagshópi eftir það.
Hönnun Cary-Williams býr yfir fínlegri fegurð í ætt við hátísku liðinnar aldar en er á sama tíma undir áhrifum frá árstíðunum og klæðnaði hermanna sem eru ættuð frá rótum hans í landbúnaði og veru hans í hernum á yngri árum. Útkoman er heilsteyptur stíll einnkennist af þekkingu og gagnrýnu viðhorfi til samfélagsins. Verk eftir Cary-Williams eru hluti af safneign London’s Victoria & Albert Museum í London og New York’s Metropolitan Museum of Art.

Sneiðmynd – skapandi umbreyting – hádegisfyrirlestrar
Í fyrirlestrum vetrarins kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin hönnunarverkefni og rannsóknir og ræða tengsl þeirra við kennslu í námskeiðum við deildina. Auk þess að fjalla um eigin verkefni verða tengsl hönnunar, sköpunar og rannsókna, kennslu og þekkingaröflunar rædd út frá ýmsum sjónarhornum.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er bæði fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun hvatt til að mæta.

Hádegisfyrirlestrarnir eru í sal A í húsnæði Listaháskólans að Þverholti 11.


DAGSKRÁ VORANNAR 2015:

Robert Cary-Williams

28. janúar kl. 12.10
Creative loudmouth, fatahönnuður og stundakennari
Destruction is also Creation

Ármann Agnarsson
11. febrúar kl. 12.10
Grafískur hönnuður og stundakennari
Mistök og vesen

KRADS – Kristján Örn Kjartansson
25. febrúar kl. 12.10
Arkitekt og stundakennari
Tvö Kradsverk

Lóa Auðunsdóttir
11. mars kl. 12.10
Aðjúnkt í grafískri hönnun
Hin nýja fagurfræði

ARKIBÚLLAN – Hrefna Björg Þorsteinsdóttir og Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir
25. mars kl. 12.10
Arkitektar og stundakennarar
Draumurinn um rýmið

Snæfríð Þorsteins
15. apríl kl. 12.10
Hönnuður og stundakennari
Umbreyting