SAMTÖK LIST- OG HÖNNUNARKENNARA Á FRAMHALDSSTIGI Í SAMSTARFI VIÐ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS BJÓÐA UPP Á SUMARNÁMSKEIÐ DAGANA 10. - 13. ÁGÚST

Unnið verður þvert á allar list- og hönnunargreinar framhaldsskólans, þar sem sameinast sjónræn framsetning og kennsla í gegnum leikmynd, lýsingu, tónlist og hljóð, búninga, rými og gjörninga. Áhersla verður lögð á hugmyndarvinnu og listræna vinnu með tæknilegri kennslu á verkstæðum sem endar með einni allsherjar uppákomu þátttakendanna. Möguleg lokaniðurstaða verður í formi gjörnings eða sviðsverks.

Kennarar á námskeiðinu verða:

Egill Ingibergsson, leikmyndahönnuður,
Jóní Jónsdóttir, gjörningalistamaður,
Rakel McMahon, gjörningalistamaður,
Rebekka Ingimundardóttir, búningahönnuður,
Vigdís Jakobsdóttir, leikstjóri.

Starfandi framhaldsskólakennarar fá frítt á námskeiðið. Kennarar starfandi úti á landsbyggðinni fá ferðastyrk.

Áhugasamir skrái sig sem allra fyrst hjá umsjónarmanni námskeiðsins, Ásthildi B. Jónsdóttur, astajons [at] lhi.is

ÞEIR SEM ERU FYRSTIR TIL AÐ SKRÁ SIG TRYGGJA SÉR SÆTI Á NÁMSKEIÐINU EN TAKMARKAÐ PLÁSS ER Á NÁMSKEIÐINU.