Fyrir nokkru lögðu 2. árs nemendur á samtímadansbraut og sviðshöfundabraut land undir fót og dvöldu eina helgi á Egilstöðum. Tilgangurinn með ferðinni var að kanna óhefðbundin rými og varð uppspretta sköpunarinnar rýmið sjálft.
Nemendur gerðu sýningar í fangelsinu á Egilsstöðum, Gistihúsinu og víðar. Gist var í menningarmiðstöðinni, Sláturhúsinu og fékk hópurinn afar góðar móttökur þar.
Kennarar námskeiðsins eru Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Vala Ómarsdóttir.

 

Um námskeiðið
Á námskeiðinu er rýmið sjálft uppspretta sköpunar. Unnið verður með óhefðbundin leikrými þar sem staðsetning, arkitektúr, aðstæður og jafnvel saga rýmisins verða stökkpallur inn í verklega vinnu. Varpað verður fram spurningum um og gerðar tilraunir með hvernig rými stýrir skynjun og skilningi, hvernig það er hlaðið merkingu, hvernig það getur mótað sviðsetningu o.s.frv.