ENGLISH - Students of the Department of Design and Architecture at the Iceland Academy of the Arts take part in the Dutch Design Week. Read more here! 
SEE ALSO - Picked for Design Food Route; Among 10 most interesting exhibitions of DDW (Only in Dutch).

//

Meðal 10 áhugaverðustu sýninga á DDW

Fyrrverandi og núverandi nemendur vöru-  og fatahönnunar við Listaháskóla Íslands eru um þessar mundir staddir í Eindhoven ásamt Garðari Eyjólfssyni, fagstjóra og Rúnu Thors, verkefnastjóra. Sýning þeirra hefur vakið mikla athygli og var hún valin í hóp 10 áhugaverðustu sýninga á Hollensku hönnunarvikunni, DDW. Þá var sýningin einnig valin á Design Food Route.

Deild hönnunar- og arkitektúrs útnefndi þrettán nemendur til að taka þátt í sýningu sem kallast "No Waste" („Ekkert sorp“). Sorp hefur verið eitt af mikilvægustu viðfangsefnun hönnunar á síðustu árum og opnar hönnuðum sífellt nýjar leiðir til þess að takast á við og grípa inn í rótgróin samfélagsleg kerfi, hvort sem um er að ræða fólks- eða vöruflutninga, framleiðslu hráefna og notkun þeirra, matvælaneyslu og umbúðir. Hér má skoða heimasíðu Vöruhönnunardeildarinnar.

Verkefni nemenda á sýningunni „No Waste“ varpa upp áleitnum spurningum auk þess að leggja til nýja valkosti í umgengni okkar við efnisveruleikann og umbreytingar hans. Þá veitir sýningin erlendum gestum á hollensku hönnunarvikunni ómetanlega innsýn inn í starfsemi og virkni Hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ.

 

Fjöldi spennandi verkefna

Á sýningunni ber að líta sjö ólík verkefni en þátttakendur eru alls þrettán talsins. Að neðan eru hlekkir inn á verkefnin og síður einstakra nemenda.

Willow Project (vöruhönnun):
Johanna Seeleman - http://johannaseelemann.com/
Theodora Mjöll Skúladóttir Jack - http://www.theodoramjoll.com/
Kristín Sigurðardóttir - http://kristinsigurdardottir.com/
Emilía Sigurðardóttir - https://emila-sigurardttir.squarespace.com/
Védís Pálsdóttir - http://vedispalsdottir.com/
Björn Steinar Blumenstein - http://bjornsteinar.com/
Birta Rós Brynjólfsdóttir - http://cargocollective.com/birtaros

Appear (vöruhönnun)
Birta Rós Brynjólfsdóttir 

The fly factory(vöruhönnun):
Búi Bjarmar Aðalsteinsson - http://buibjarmar.com/

Hið íslenska epli(vöruhönnun)
Auður Inez Sellgren - http://www.audurinez.net/4120305/work

Healing earth(vöruhönnun):
Sigrún Thorlacius - http://www.sigrunthorlacius.com/

Agari (vöruhönnun):
Ari Jónsson - http://www.arijons.com/

Morphing castways (fatahönnun):
Magna Rún Rúnarsdóttir 
Darren Mark Trinidad