Fornafn: 
Einar Torfi Einarsson
Einar Torfi Einarsson lauk doktorsprófi í tónsmíðum frá Háskólanum í Huddersfield þar sem hann naut leiðsagnar hjá Aaron Cassidy. Áður stundaði hann tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarkonservatoríuna í Amsterdam og Tónlistarháskólann í Graz. Hann hefur einnig sótt masterklassa og einkatíma hjá tónskáldum á borð við Salvatore Sciarrino, Brian Ferneyhough, Beat Furrer og Peter Ablinger og  hlotið fjölda viðurkenninga og verðlaun fyrir tónverk sín, m.a. í impuls tónsmíðakeppninni. Tónlist hans hefur verið flutt víða um heim og á mörgum tónlistarhátíðum af helstu nútímatónlistarhópum Evrópu, þar á meðal Klangforum Wien, ELISION Ensemble, Ensemble Intercontemporain og fleirum. 
 
Einar Torfi var stundakennari við Háskólann í Huddersfield 2010-2012 og tók við nýdoktorsstöðu (e. postdoctoral researcher) við tónlistarrannsóknarsetrið hjá Orpheus Institute í Belgíu 2013-14. Rannsóknir hans hafa verið birtar í Perspectives of New Music og gefnar út af Leuven University Press. 
 
 
 
Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: