Fornafn: 
Bryndís H Snæbjörnsdóttir

Dr.Bryndís Snæbjörnsdóttir er prófessor og fagstjóri meistaranáms í myndlist og sýningargerð við Listaháskóla Íslands. Hún er jafnframt gestaprófessor við University of Cumbria í Englandi. Áður en Bryndís kom til starfa við Listaháskólann var hún prófessor við Valand Academy í Gautaborg og gestaprófessor við Malmö Art Academy. Hún hefur einnig starfað sem lektor við Glasgow School of Art. Bryndís lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla 2010.

Bryndís Snæbjörnsdóttir and Mark Wilson vinna sameiginlega að myndlistarverkum sínum. Í yfir 20 ár hafa þau unnið með þverfagleg og rannsóknartengd verkefni sem skoða sögu, menningu og umhverfi ekki bara út frá sjónarhorni mannsins heldur einnig annarra lífvera. Í vinnuferlinu eru þau oft í nánum tengslum við aðra sérfræðinga á viðkomandi sviði, hvort sem það eru fagmenn eða áhugamenn og beina þannig athygli að menningarlegum breytum og klisjum og tilheyrandi viðhorfum mannskepnunnar gagnvart vistfræði, útrýmingu, verndunarsjónarmiðum og umhverfinu.

Bryndís og Mark hlutu Íslensku Myndlistarverðlaunin árið 2022 sem Myndlistarmenn ársins og bók þeirra Óræð lönd hlaut Myndlistarverðlaunin 2023 fyrir útgefið efni. Árið 2019 hlutu þau fyrst myndlistarverkefna á Íslandi styrk frá Rannís fyrir þverfaglega listrannsóknarverkefnið „Ísbirnir á villigötum“ en því lauk í mars 2023. Áður hafa þau fengið ásamt teymi fræðafólks í Gautarborgarháskóla styrk frá „Vetenskapsrådet“ til að rannsaka plöntu blindni. Bryndís og Mark hafa verið ‘Research Fellows’ hjá Centre for Art + Environment, Nevada Museum of Art og tekið þátt í Polarlab rannsóknarverkefni Anchorage safnsins í Alaska. Ennfremur hafa þau unnið listrannsóknarverkefni í samvinnu við Arizona State University Museum of Art og Bell Gallery í Brown University í Bandaríkjunum.

Frekari upplýsingar um verk og vinnu Bryndísar og Marks má finna á: www.snaebjornsdottirwilson.com http://visitations.lhi.is/

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: