Rannveig Jónsdóttir
BA Myndlist 2017
rannveigjonsdottir.com

 

Það var miðsumar og blíðskaparveður með hægum norðlægum vindi og lítilli ölduhæð. Skipinu hvolfdi. Var það undiralda eða var það eitt- hvað annað? Rökhyggja leiðir okkur að einhverri niðurstöðu en bilið á milli feigs og ófeigs verður alltaf til staðar. Hversdagurinn og allar undiröldur hans. Við lifum kannski hversdagslegu lífi en á sama tíma er spenna sem svífur allt um kring um okkur og við reynum til hins ýtrasta að búa um okkur öryggi til að geta af heilindum lifað lífi hverfulleikans.
Hægur norðlægur vindur og lítil ölduhæð er kraftmikil setning í þessu samhengi og í verkinu leikur hún sem táknmynd þessarar tilraunar okkar til að lifa með undiröldunni og hverfulleikanum. Við höldum áfram og sættum okkur við að lífið getur hvenær sem er tekið breytingum.

Ölduspá og vindkort frá þessum fagra miðsumardegi var umskrifað fyrir harmonikku til að spila eftir. Hljóðfæraleikarinn túlkar nótna–skriftina með ómi hennar, sem býr yfir hljóðum margra veðrabrigða, fjölbreytileika hafsins og ekki síst lífsandans. Túlkun tónlistar- innar hljómar umhverfis mann og með hljóðmyndinni er stillt upp þungum hringlaga glerplötum í stafla sem hanga úr lofti á einum vír. Kraft-urinn í efninu og spennan leika um rýmið í leit að öryggi. Myndin er allt í senn tær, mjúk, oddhvöss og hrjúf. Hún er eins og líf hvers manns.

Kærar þakkir til Ólafar Davíðsdóttur fyrir hjálp við glerskurð og Margrétar Arnardóttur fyrir frábæran harmonikkuleik.