1. Sótt um í skiptinám - Umsóknarfrestur 15. október

SKREF 1: Skrá skiptinámstímabil HÉR.
 
SKREF 2: Sækja um Erasmus+ styrk - Fyllið út umsókn.
Leiðbeiningarmyndband hér.
 
SKREF 3: Veljið 2-4 gestaskóla í samráði við alþjóðaskrifstofu LHÍ. Vinsamlegast skilið skólavali á eftirfarandi eyðublaði:
Skólaval vorönn 2023 - lokar 15. október 
 
Ath! Sumir skólar eru einungis með umsóknarfrest að vori fyrir bæði haust og vorönn

2. Umsókn til gestaskóla

Athugið að umsóknarfrestur og ferli er ólíkt eftir skólum. Upplýsingar um umsóknarferli má finna á vefsíðu viðkomandi skóla (sjá samstarfsskólalista). Athygli er vakin á því að sumir háskólar eru aðeins með einn umsóknarfrest á ári, fyrir bæði haust- og vorönn. Mælt er með að nemendur sæki um þrjá skóla þar sem samkeppni getur verið um skiptinámspláss.
 

3. Undirbúningur skiptináms 

Þegar nemandi hefur fengið jákvætt svar um inngöngu í gestaskóla þarf að undirbúa skiptinámið, þ.m.t. með því að ganga frá námssamningi og styrksamningi. Vinsamlegast fylgið leiðbeiningum á skiptinámsvef LHÍ.
 
 

FORGANGSRÖÐUN UMSÓKNA

Þurfi að velja á milli nemenda sem óska eftir því að sækja um sama skóla gilda eftirfarandi reglur:
 
Nemendur sem hafa skráð sig í skiptinám í Myschool fyrir auglýstan frest njóta forgangs.
 
Nemendur sem hafa tilkynnt formlega um val á gestaskólum fyrir auglýstan frest njóta forgangs.
 
Ef velja þarf á milli nemenda sem uppfylla öll ofangreind atriði skal varpa hlutkesti milli nemenda um úthlutun á styrk í viðurvist votta.
 
 
Þurfi að velja á milli nemenda hvað varðar úthlutun á Erasmus+ styrk gilda eftirfarandi reglur:
 
Gildar umsóknir sem berast fyrir auglýstan umsóknarfrest hafa forgang. Umsókn telst ekki gild fyrr en öll fylgigögn hafa borist (á einungis við um styrk til starfsþjálfunar). Þetta á ekki við um nýnema á meistarastigi.
 
Nemendur sem hafa skráð sig í skiptinám í Myschool fyrir auglýstan frest njóta forgangs.
 
Nemendur sem hafa tilkynnt um val á gestaskólum fyrir auglýstan frest njóta forgangs.
 
Ef velja þarf á milli nemenda sem uppfylla öll ofangreind atriði skal varpa hlutkesti milli nemenda um úthlutun á styrk í viðurvist votta.

Ráðgjöf vegna skiptináms

Heba Eir Kjeld / international [at] lhi.is

Praktískar upplýsingar

Umsóknarferli

Undirbúningur skiptináms

Hvað er styrkurinn hár?

Samstarfsskólar

Erasmus-kóði LHÍ: IS REYKJAV06