Frá og með hausti 2024 greiða nemendur við Listaháskóla Íslands ekki skólagjöld, en árlegt skrásetningargjald við skólann er kr. 75.000 (kr. 55.000 ef sótt er um innritun á vormisseri).

Aðrar reglur um skólagjöld geta gilt fyrir umsækjendur með ríkisfang utan ESB, EES og Sviss. Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við lhi [at] lhi.is.

Eindagi skráningargjalds við Listaháskóla Íslands fyrir aðra en nýnema er:

  • 20. júní fyrir háskólanám sem hefst að hausti.
  • 20. desember fyrir háskólanám sem hefst að vori.

Nýnemar sem innritaðir eru til náms sem hefst á haustmisseri geta gengið frá greiðslu skrásetningargjalds, kr. 75.000, í samskiptagátt skólans. Eindagi skráningargjalds nýnema er mismunandi eftir deildum.

Eftir eindaga fellur vilyrði um skólavist niður. Skrásetningargjaldið er óendurkræft. Nemendur í námsleyfi greiða fullt skrásetningargjald.

Nemendur skulu ávallt gera ráð fyrir efnis- og bókakaupum. Jafnframt skal reikna með prentkostnaði. 

 
 
 

 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Allt nám við Listaháskóla Íslands er lánshæft hjá LÍN

Skólagjöld við Listaháskóla Íslands eru endurskoðuð árlega

Tengiliður við Lánasjóðinn er dagmar [at] lhi.is (Dagmar Atladóttir), forstöðumaður nemendaskrár.