Stefna hönnunar- og arkitektúrdeildar er að miðla og kenna aðferðarfræði við lausn viðfangsefna á grundvelli breiðrar hugmyndafræði. Framlag deildarinnar er að vera framarlega í tækni og hugmyndafræði sem notast við breiða og opna aðferðarfræði við lausn viðfangsefna. Deildin vill vera sterkt afl í íslensku samfélagi á ört vaxandi sviði upplýsingatækni og sköpunar.

Stefnan er að:

  • Hvetja til meðvitaðrar afstöðu til lífsgæða með vandaðri og ábyrgri hönnun.
  • Upphefja skilning og þekkingu á hönnun með vel skilgreindri og upplýstri hugmyndafræði.
  • Hvetja til umburðarlyndis og víðsýni í hönnun sem byggir á sjálfstæðum og frumlegum vinnubrögðum.
  • Setja alla hönnun í greinargott og skilmerkilegt samhengi við mikilvægustu aðstæður hverju sinni.
  • Greina og skilja aðstæður sem hvetja til frjórrar hugsunar og upphefja frumleika, kjark, ímyndunarafl og sjálfstæða hugsun.
  • Að stefna til framtíðar.

Einkunnarorð
Skilningur - Þekking - Færni - Sköpun - Frumleiki - Áræði - Útgeislun - Innsæi - Persónuleg sýn.

Markmið

  • Að innleiða hjá nemendum aðferðafræði byggða á skoðun og gagnrýni.
  • Að móta leiðir til að bregðast við í formum og efnum sem höfða til samfélagsins.
  • Að menntunin undirbúi einstaklinga til að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt.
  • Að nemandur öðlist haldgóða þekkingu á tækni, reglum og miðlum.

Námið reynir á skipulagshæfileika, listrænt innsæi og að nemandur hafi yfirsýn yfir mörg ólík fagsvið. Haft er að leiðarljósi að nemendur öðlist víðsýni, taki á mismunandi verkefnum á skapandi hátt og forðist gagnrýnislausa hugsun við úrlausn verkefna.