Útlánaþjónusta
  • Bókasafn LHÍ er einkum ætlað nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans, en er jafnframt opið öðrum sem sérfræðisafn á sviði lista.
  • Öllum er heimilt að heimsækja safnið á auglýstum afgreiðslutíma þess og kynna sér endurgjaldslaust þau gögn sem þar er að finna. Þeir sem vilja nýta sér útlán á gögnum greiða árgjald samkvæmt gjaldskrá. 
  • Allir sem koma á safnið og nýta sér þjónustu þess eru hvattir til að kynna sér útlánareglur þar sem fram koma upplýsingar um útlánstíma gagna, endurnýjun, frátektir o.fl.
  • Notendur safnsins geta endurnýjað eigin lán sjálfir með innskráningu á lhi.leitir.is. Einnig má hafa samband við bókasafnið og óska eftir endurnýjun.
Millisafnalán
  • Safnið útvegar millisafnalán frá öðrum söfnum, fyrir nemendur og kennara, á bókum eða tímaritsgreinum sem ekki eru til á bókasafni LHÍ. Gjald er tekið fyrir millisafnalán samkvæmt gjaldskrá
Hlustunaraðstaða
  • Í Þverholti er geislaspilari til afnota á staðnum. Heyrnartól má fá lánuð í afgreiðslu.
Vinnuaðstaða
  • Verkefnavinnu er hægt að sinna í Þverholti, bæði einstaklingslega og í fámennum hópum.

 

Allar nánari upplýsingar má fá hjá okkur á staðnum, í síma 545 2217 eða á netfanginu bokasafn [at] lhi.is