Umsóknarferli

Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er fyllt út í umsóknargátt
Umsóknarferlið er í tveimur skrefum: í fyrra skrefinu er umsóknin fyllt út með fylgigögnum og umsóknargjald er greitt. Seinna skrefið er inntökuferli. ​
 

Kynningarbréf 

Í kynningarbréfi tekur umsækjandi meðal annars fram á hvaða hljóðfæri hann leikur og hver er hvati umsóknar í viðkomandi námsleið. 
 

Ferilmappa

Umsækjendur um nám í skapandi tónlistarmiðlun og tónsmíðum skulu skila inn rafrænni ferlimöppu sem hlaðið er upp inní umsóknargáttinni. 
Nánari leiðbeiningar um möppu má finna hér fyrir neðan.
 

Prófskírteini

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini úr framhaldsskóla auk námsferilsyfirliti úr tónlistarskóla ef það á við. 
 
a) Skannið frumrit  af prófskírteinum og hengið við umsókn eða

b) Fáið staðfest afrit af prófskírteinum með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn.

c) Fáið staðfest afrit af undangengnu tónlistarnámi ef við á (afrit af nýjasta stigsprófi sem þreytt hefur verið) með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn.
 
 

Tenglar

Umsækjendur geta sent inn tengla af tónlist og tónlistarflutningi. Athugið myndbandsupptaka kemur að jafnaði ekki í stað áheyrnarprufu í hljóðfæraleik.
 
 

Inntökuferli

Inntökuferlið er í eftirfarandi þrepum:
  • Stöðupróf í tónfræðigreinum: apríl-maí 2023
  • Áheyrnarprufur og viðtöl:  maí 2023
  • Endanlegar niðurstöður: Tilkynntar fyrir lok maí 2023

 

Almenn inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækjendur um bakkalárnám hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi.​

 

Undanþágur vegna inntöku

Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu. 

 

Skapandi tónlistarmiðlun

Sértæk inntökuskilyrði:
Umsækjandi um nám í skapandi tónlistarmiðlun hafi lokið a.m.k. miðstigi á eitt hljóðfæri samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskólanna eða sambærilegu námi. 
 
Um ferilmöppu:
Brautin tekur mið af fjölbreytilegum þörfum samfélagsins og lista- og menningarlífsins. Hún er hugsuð fyrir fjölhæft og skapandi tónlistarfólk sem vill nýta tónlistarhæfileika sína til að gefa af sér, virkja tónlistargáfur annarra og vinna að fjölbreytilegri tónsköpun og flutningi.  Æskilegt er að ferilmappa gefi góða mynd af náms- og starfsferli umsækjenda og hugmyndum þeirra tengdar ofangreindum markmiðum námsbrautarinnar auk hljóðdæma og/eða myndefnis ef það á við. 
 
Áheyrnarprufa:
Áheyrnarprufa í skapandi tónlistarmiðlun er tvískipt. 
Annars vegar mætir umsækjandi í viðtal, og leikur og/eða syngur eitt lag/verk að eigin vali.
Hins vegar mæta allir umsækjendur saman í stutta tónsmiðju þar sem leikið verður með rytma, rödd og spuna. 

 

 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Ekki verður tekið inn á brautina fyrir skólaárið 2024-2025

UMSÓKNIR

Umsóknargátt
 

STÖÐUPRÓF

1. hluti - tónfræði

2. hluti - hljómfræði

3. hluti - tónheyrn

Hljómfræði I

Hljómfræði II

Theory of Harmony I

Theory of Harmony II

HAFA SAMBAND

Gunnar Ben, gunnarben [at] lhi.is

FLÝTIVÍSAR

Skólareglur

Háskólalög

Skólagjöld LHÍ

Kennsluskrá LHÍ