Una Kristín Jónsdóttir
unakrjo [at] gmail.com 

Umbreyting verður þegar tvö óskyld efni sameinast þar til form birtist. 

Efnið kemur á undan forminu, er á hægri hreyfingu og aldrei kyrrt. 

Fljótandi efni er formað, og verkið verður til, þögult og hlutlaust en með sterka návist. 

Lífræn efni sem reynt er að temja tímabundið og festa í ákveðið form. 

Þau breytast hratt. 

Plast og marmari eru stöðug, sundrung þeirra sést ekki. 

Fundin efni þar sem eina stjórnin er í valinu. 

Verkin eyðast og verða aftur að efninu sjálfu. 

Birting verkanna er tímabundin. 

Ferlið krefst nærveru og stöðugrar meðhöndlunar. 

Tilfinningin er til staðar í ferlinu og er hluti af mér sjálfri – þar til formið hverfur. 

Una, by ilmurdogg

 

// 

Transformation takes place when two unrelated matters integrate into the appearance of form. 

Matter comes before the format, slowly moving and never still. 

Liquid material takes form and becomes the mass that will be here only temporarily. Silent and static with apparently firm presence, its entity limited for good. 

The work consumes itself and is contingent on its surrounding until the end. Degrades and wears down to become the matter alone again. 

The process demands presence and constant handling. 

The feeling remains in the process and is a part of myself – until the form dissolves. 

 

Myndatexti: 

 

Án titils, 2015 

Gelatín, 250 cm x 15 cm  

 

Untitled, 2015  

Gelatin, 250 cm x 15 cm