Elskarðu Bach? Ertu að æfa Bach? Hefur þig dreymt um æfa Bach? Komdu þá og taktu þátt í einstakri Bachófóníu í Hörpu á alþjóðlega Bachdeginum.

Fæðingurdag Jóhanns Sebastíans Bachs (1685-1750) ber upp á miðvikudaginn 21. mars og tónlistarmenn um víða veröld halda upp á daginn með margvíslegum hætti. Í Hörpu geta allir sem vilja mætt með hljóðfærin sín (röddina í tilviki söngvara) og spilað tónlist úr sarpi tónskáldsins - hér renna saman glefsur úr einleiks-, kammer-, söng- og kórverkum Bachs. Því fleiri sem taka þátt - því glundroðakenndari og skemmtilegri hljóðvegg getum við búið til.

Við hefjumst handa klukkan 11:30 og spilum Bach til klukkan 13:00. Og allir auðvitað velkomnir að mæta og hlusta.

Bachaðu þig upp er samstarfsverkefni tónlistardeildar Listaháskóla Íslands og Hörpu. 

#bachaðuþigupp #bachófónía #horfumíbachsýnisspegilinn