Ylfa Þöll Ólafsdóttir
BA Myndlist
ylfaolafsdottir [at] gmail.com

 

Hvernig eldur, rafmagn og segulsvið eða samstilling kemur fram í fólki. Um eldmóð og rafmagnað andrúmsloft.

Samstilling verður þegar manneskja gengur inn í jafnvægi við aðra og tenging á sér stað. Sólin er eldhnöttur sem hleður jörðina eins og batterí. Undir sólinni er svarthol, það er þungt og djúpt. Inni í kjarna jarðarinnar er rafmagnað bál og í bálinu er kraftur. Tjáningu kraftsins má finna í nýútsprungni rós, flaut í vindi sem strýkur trjágreinar, ilminum af appelsínunni og í hugmyndum mannanna. Þú ert að hugsa það sama og aðrir miklu oftar en þú heldur, án þess að taka eftir því. Við deilum rafhlöðnum hugsunum okkar með óteljandi verk-færum og hugsanaflutningur á sér stað. Hugsanir mínar renna saman við þínar hugsanir, eins og til dæmis núna þegar þú lest það sem ég skrifa. Myndböndin sýna sól, svarthol, eld upp úr holu í jörðinni, hugsanaflutning á milli vinkvenna, mann sem fær rafstuð þar sem rafmagn fer inn í líkamann, mann sem kveikir í hendinni sinni þar sem eldur brennur á yfirborði líkamans og rafmagnaðan dansara sem líkist eldinum. Inn í sýndarveruleikagleraugum brennur eldhringur í kring um áhorfandann og trommur og bassi spila undir. Áhorfanda er boðið að fá vægt rafstuð.