Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Tríó Óskars Guðjónssonar spilar og spjallar í Dynjanda

Tríó Óskars Guðjónssonar spilar og spjallar í Dynjanda

Einn af okkar fremstu jazzmönnum, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson, hefur tekið upp samvinnu við tvær stórstjörnur jazzheimsins; bassaleikarann Thomas Morgan og trommuleikarann Jorge Rossy. Þeir leika nokkur lög, spjalla og svara spurningum nemenda í Dynjanda fimmtudaginn 12. september kl 19:30.  Öll velkomin!

Jorge Rossy er trommu-, vibrafóna- og marimbo-, píanóleikari og tónskáld sem hefur unnið með þekktum jazztónlistarmönnum eins og Brad Mehldau, John Abercrombie, Dave Binney, Steve Coleman, Tomasz Stanko, Charlie Haden, Wayne Shorter, Lee Konitz, Carla Bley og Joe Lovano. Hann hefur einnig gefið út yfir 30 plötur undir eigin nafni eða með öðrum, og leitt mismunandi sveitir, eins og Jordi Rossy Vibes Quintet, Passport Quartet, Rossy & Kanan Quartet, Beck/Landolf/Rossy, Fox + Chris Cheek og Rossy & Vercher Quintet «Filantropía».

Thomas Morgan er bassaleikari með einstakan nálgun á hljóðfærið og framúrskarandi tónlistarskilning. Hann hefur tekið upp og ferðast um allan heim sem meðlimur sveita Paul Motian, John Abercrombie Quartet, Dave Binney Quartet, Steve Coleman and Five Elements og Tomasz Stanko New York Quartet, ásamt mörgum öðrum. Hann hefur einnig verið í samstarfi við Jakob Bro, Dan Tepfer, Jim Black, John Abercrombie og Masabumi Kikuchi, og gefið út plötu í duett við gítarleikarann Bill Frisell, Small Town.

Óskar Guðjónsson er saxófónleikari og tónskáld sem hefur verið atvinnutónlistarmaður frá árinu 1991. Hann hefur leikið með mörgum frægum jazztónlistarmönnum, bæði íslenskum og erlendum, og gefið út yfir 30 plötur, annað hvort undir eigin nafni eða í samstarfi við aðra. Hann hefur einnig ferðast um heiminn með mismunandi hljómsveitum og spilað á ótal tónleikum. Hann var meðlimur í Mezzoforte frá árinu 1996 til 2012 og meðstofnandi og meðlimur í ADHD, sem er ein af vinsælustu jazzhljómsveitum landsins. Hann hefur einnig samið og leikið með Skúla Sverrissyni, bassaleikara og tónskáldi, og stofnað og leikið með MOVE, sem leitar leiða til að finna nýjar nálganir á eigið efni.

Aðrir viðburðir

: ?>