Áfanganum Vinnustofa í borg lýkur á föstudag 24. janúar, með sýningunni Hjásólir, ástand og bananabrauð sem opnar í húsinu Líkn, Árbæjarsafni klukkan 15.00
Sýningin verður opin til 3. febrúar á opnunartíma safnsins frá kl 13.00 – 17.00
Nemendur dvöldu í húsakynnum Lækjargötu, Árbæjarsafni í tíu daga og fengu leiðsögn um safnið. Þau lásu hús, tóku á móti gestum, hlýddu á frásagnir og skoðuðu gripi. Hvað er táknsæi og hvernig hreyfist merking til? Býr hjartað enn í helli sínum? Birtist Askur Yggdrasill okkur í Vetrarbrautinni? Hver dregur Karlsvagninn og hver dregur mörkin?
Við þökkum starfsfólki Árbæjarsafns fyrir skjólið og gestunum: Hörpu Arnardóttur, Ófeigi Sigurðssyni, Kristínu Svövu Tómasdóttur og Gísla Sigurðssyni fyrir að blása í andann og sækja okkur heim.