Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Tónlist x Nýsköpun x Tækni
B.Mus

 

Fjölþætt, framsækið, rytmískt flytjendanám

 

Markmið námsleiðarinnar er að þjálfa nemendur á víðu færnisviði tónlistar svo þeir megi skapa sér eigin sess, skara fram úr og blómstra í síbreytilegu tónlistarumhverfi 21. aldarinnar.

  • Opnað fyrir umsóknir

    10. febrúar 2025

  • Umsóknarfrestur

    8. apríl 2025

  • Umsóknum svarað

    Maí / júní 2025

  • Skrásetningargjald

    Skoða nánar

  • Nafn námsleiðar

    Tónlist Nýsköpun Tækni B.Mus

  • Nafn gráðu

    B.Mus

  • Einingar

    180 ETC

  • Lengd náms

    6 annir – 3 ár

Um námið

Námsleiðin Tónlist, nýsköpun, tækni er kraftmikið, nútímalegt og framsækið námsumhverfi sem hannað er með það að markmiði að mæta fjölbreyttum þörfum nútímatónlistarfólks. Boðið er upp á breitt svið flytjendanáms í rytmískri tónlist: djass; rokk/popp; laga- og textasmíðar; og hljóðlist, hljóðvinnsla og hljóðtækni fyrir óhefðbundin hljóðfæri. Aðaláherslan er þó á að veita hágæða leiðsögn í þeim atriðum sem mestu máli skipta þegar kemur að því að starfa í síbreytilegum og margþættum tónlistarheimi dagsins í dag. Þannig þróa nemendur með sér alhliða hæfni og getu til að skara fram úr þegar atvinnumennskan tekur við. Námið er sveigjanlegt, hvatt er til persónulegrar listrænnar nálgunar en á sama tíma er boðið upp á faglega samvinnu og samstarf ekki aðeins þvert á námsleiðir og deildir innan Listaháskólans heldur þvert á og innan háskólaumhverfisins í heild. Þannig eykst listrænt víðsýni og skilningur nemenda dýpkar. Náin tengsl við starfsumhverfi atvinnutónlistarfólks og hvatning til símenntunar gerir þeim enn fremur kleift að þróa tónlist sína í takt við strauma og stefnur samtímans. Kennarar, sem eru starfandi og leiðandi listamenn hver á sínu sviði, miðla reynslu sinni á áþreifanlegan hátt beint til nemenda í gegnum allt námið og hámarka þannig gæði námsins.

Uppbygging náms

Námið er þriggja ára BMus (flytjenda)nám (180 ECTS). Fimm færniviðmið hafa verið sérstaklega skilgreind og eru kennd þvert á áherslusvið: tón- og hljómfræði, gagnrýnin listræn sýn, þekking á starfsumhverfi tónlistar, skapandi tónlist gegnum nýjustu tækni, og getan til að stofna til, og halda úti, samstarfi við annað tónlistarfólk og listamenn innanlands sem utan. Þessi færni er þjálfuð á nýstárlegan og fjölbreyttan hátt í gegnum námskeið, samspilshópa og sérverkefni af ólíkum toga. Þá verða tíðar heimsóknir frá innlendu og erlendu og tónlistarfólki sem mun deila visku sinni og list með nemendum í dýnamísku formi.

Að loknu námi

Í lok náms búa nemendur yfir þekkingu, færni og hæfni til að takast á við þau fjölmörgu og spennandi verkefni sem nútímatónlistarumhverfi hefur upp á að bjóða og skapa sér þar sérstöðu með persónulegum og framsæknum stíl. Námsgráðan veitir aðgang að áframhaldandi námi í tónlist á meistarastigi, hvort sem er á sviði flytjenda, kennslu, eða nýsköpunar hverskonar í tónlist.

Umsóknar- og inntökuferli

Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er fyllt út í umsóknargátt. Umsóknarferlið er í tveimur skrefum: í fyrra skrefinu er umsóknin fyllt út með fylgigögnum og umsóknargjald er greitt. Seinna skrefið er inntökuferli.

Opnað fyrir umsóknir

10. febrúar 2025

Umsóknarfrestur

8. apríl 2025

Umsóknum svarað

Maí / júní 2025

Verðskrá

Skoða nánar

Leiðbeiningar

Umsækjendi skal fylla út rafræna umsókn í umsóknargátt. Umsókn skal fylgja eftirfarandi fylgiskjöl:

  • 1. kynningarbréf eða myndband

    Skylda

    Kynningarbréf eða sambærilegt efni í vídeóformati, að lágmarki 300 orð þar sem lýst er þeirra listrænu sýn og markmiðum, sem og yfirlýsingu þess efnis að þau skuldbindi sig til til að stunda nám samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til nemenda á háskólastigi.

  • 2. Prófskírteini

    skylda

    Umsækjendur eru beðnir um að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini úr framhaldsskóla auk námsferilsyfirliti úr tónlistarskóla ef það á við. Skannið frumrit  af prófskírteinum og hengið við umsókn.  Fáið staðfest afrit af prófskírteinum með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn. Fáið staðfest afrit af undangengnu tónlistarnámi ef við á (afrit af nýjasta stigsprófi sem þreytt hefur verið) með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn. 

  • 3. Tenglar

    Skylda

    Umsókninni þurfa að fylgja tenglar á myndbandsupptöku, annað hvort með tveimur frumsömdum lögum/verkum sem lýsandi eru fyrir persónulega nálgun þeirra á tónlist, eða frjálsum spuna (ath. umsækjandi þarf að vera sýnilegur á upptökunni allan tímann og upptakan má hvergi vera klippt til).

Inntökuferli

Inntökuferli fer fram í þremur þrepum.

  • 1. Mat á innsendum fylgigögnum

    Skylda

    Inntökunefnd leggur mat á innsendar upptökur og kynningarbréf umsækjenda.

  • 2. Áheyrnarprufur og viðtöl

    skylda

    Þeir umsækjendur sem valdir hafa verið áfram eru boðaðir í viðtal og prufuspil í samræmi við ósk þeirra um áherslusvið (ath. inntökunefndin gæti, í einhverjum tilfellum og að loknu prufuspili, mælst til að umsækjandi breytti um áherslusvið).

    Viðtöl og prufuspil fara fram mánudaginn 12. maí og reikna má með 30 mínútum fyrir hvern umsækjanda.

    a) djass

    Umsækjandi leikur tvo djass „standarda“ sem eru ólíkir innbyrðis hvað varðar stíl og tempó (úr „jazz songbook“) auk eins íslensks lags í djass-stíl eða eigin tónsmíð. Boðið verður upp á undirleik en senda þarf þá nöfn á lögum og nótur með fimm daga fyrirvara.

    b) popp/rokk

    Umsækjandi flytur tvö lög (cover eða eigin lög) á aðalhljóðfæri sitt (eða sungin) sem lýsandi eru fyrir persónulega nálgun þeirra á tónlist (við eigin lifandi undirleik, við undirspil af upptöku, með eigin hljómsveit, eða looper o.s.frv.) Ef ekkert af framangreindu á við verður boðið upp á undirleik en senda þarf sk. „lead sheet“ með fimm daga fyrirvara.

    c) laga- og textasmíðar

    Umsækjandi flytur þrjú frumsamin lög á aðalhljóðfæri sitt eða á þann hátt sem hátt sem lýsir persónulegri tónlistarlegri nálgun viðkomandi. Fylgja skulu textablöð á pdf formati.

    d) rytmísk hljóðlist

    Umsækjandi flytur verk á aðalhljóðfæri sitt (sem gæti verið controller eða annað tæki), frumsamið eða ekki. Eigin tónsmíð skal lýsa persónulegri tónlistarlegri nálgun viðkomandi. Þá er boðið upp á að flytja frjálsan spuna.

  • 3. Niðurstöður tilkynntar

    Niðurstöður umsókna eru tilkynntar í maí/júní 2025.

Inntökuskilyrði

Krafist er stúdentsprófs en ekki formlegrar tónlistarmenntunar við inntöku.