Alþjóðlegt meistaranám í sviðslistum

Meistaranám í sviðslistum er tveggja ára rannsóknarmiðað nám til MA gráðu fyrir listamenn sem vilja þróa aðferðir sínar og gera tilraunir og rannsóknir innan sviðslista. Námið fer fram á ensku.
 
Í umsóknarferlinu eru nemendur beðnir um að skila inn hugmynd að verkefni tengdu sviðslistum sem þau vilja þróa áfram og framkvæma á námstímanum. Verkefnið ætti að tengjast listrænu áhugasviði umsækjanda og byggja á fyrri verkum. Í náminu munu nemendur dýpka listræna vinnu sína með rannsóknum í virku samtali við samnemendur, leiðbeinendur, leiðandi listamenn og hugsuði innan sviðslista. Spennandi og lifandi námssamfélag býður nemendum tækifæri til þess að rækta tengsl sín innan LHÍ, við samstarfsmenn, áhorfendur og stofnanir.
 

Í náminu er lögð áhersla á að veita krefjandi en jafnframt styðjandi samhengi þar sem hver og einn nemendi getur þróað listræna vinnu sína - bæði með rannsóknum og listsköpun. Þetta er nám fyrir nemendur sem vilja þróa sig áfram sem sjálfstæðir, virkir, ábyrgir og gagnrýnir listamenn.

Fræðilegi hluti námsins veitir samhengi og innsýn inn í ólíkar aðferðir listrannsókna og miðar að því að dýpka skilning nemenda á sviðslistum í listrænu, félagslegu og pólitísku samhengi. Þar er litið á sviðslistir sem stækkandi fagsvið sem skarast á við ýmis önnur þekkingarsvið. Valáfangar veita nemendum  möguleika á að dýpka hæfni sína og sérhæfingu innan sviðslista og/eða breikka og bæta við hæfni sína með vali þvert á önnur fagsvið. Náminu lýkur með 30 ECTS eininga rannsóknarverkefni. MA gráða í sviðslistum er góður grunnur fyrir listrænan feril og gefur einnig tækifæri til frekari rannsókna eða doktorsnáms. 
 
Útskrifaðir nemendur úr meistaranámi í sviðslistum við LHÍ geta sótt um styrk frá ERASMUS+ til að komast í starfsnám. Lágmarkslengd starfsnámsins eru tveir mánuðir og hámarkslengd sex mánuðir. Starfsnámið þarf að stuðla að faglegri þróun nemenda tengdu náminu. Frekari upplýsingar er hægt að finna hér.
 
Við leitum að þeim sem hafa áhuga á að staðsetja verk sín innan sviðslista.  Í sviðslistadeild er kapp lagt á að auka aðgengi þeirra hópa sem hingað til hafa ekki átt greiðan aðgang að háskólanámi í sviðslistum. Því hvetjum við jaðarsetta hópa til þess að sækja um, svo sem fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk, fatlað fólk eða önnur.
 

 

 

Nafn námsleiðar: Meistaranám í sviðslistum
Nafn gráðu: MA
Einingar: 120 ECTS
Lengd náms: 4 annir – 2 ár
 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 8. janúar 2024

Umsóknafrestur: 12. apríl 2024

Umsóknargjald: 5.000 kr.

UMSÓKN

Rafræn umsókn

HAFA SAMBAND

Iðunn Arna Björgvinsdóttir, Department coordinator, idunnab [at] lhi.is

FLÝTILEIÐIR

Skólareglur

Skólagjöld LHÍ

Kennsluskrá

"The programme offered me encounters and friction with different minds and matters, challenges and openings, through which I had to confront my own practice, my methods, desires and reasons for making work. I am deeply thankful for the care I experienced on this programme... There seemed to be no limits to how adventurous (lost) one could get in the hunt or research, while still feeling the programme was with you, ears acutely listening and following the possibilities of the work through to the end."
 
Saga Sigurðardóttir
 
"I found an incredible support in the several workshops technical staff, it felt as having additional individually specialized mentors, in addition to the two mentors of my personal choice - a magical concoction. Excellent black boxes, with an underground dungeon feel to them, perfect for electronic acoustics, two classmates over the age of fifty and Annie Charland Thibodeau! The MFA in Performing Arts at Listaháskóli Íslands allowed me to change direction, to turn my ship around. More than an institution, it feels like a social sculpture, which allows everyone involved to reach individual peaks, from which to soar from."
 
Michael Richardt

Alumni

Frá fagstjóra

The MA in Performing Arts programme celebrates a space for radical experimentation, where the boundaries of art can be tested, expanded, or pluralised. Artists that have previously entered the programme have come from a diverse set of backgrounds; ranging from theatre to sculpture, poetry to politics or choreography to comedy. What tends to tie them together is a shared sense of urgency to explore existential modes of thinking, feeling, and acting in the world. As a result of this, each year a uniquely vibrant, critically thinking and supportive community is created where everyone can grow and learn from one another.
 
Brogan Davison - Dósent í sviðslistum og fagstjóri meistaranáms í sviðslistum