Slóð skemmtigarða og gleðilegar minningar frá Hveragerði eru mörgum hugstæðar. Markmið verkefnisins er að endurskapa þessar minningar og skapa nýjan áningarstað í Hveragerði. Með aðsetri fyrir sirkus- og sviðslistamenn er hægt að endurskapa minningarbanka fólks um Hveragerði og styrkja bæjarfélagið með þeirri tegund afþreyingar sem það er þekkt fyrir. Byggingin liggur á lóðarmörkum Eden reitsins og leikhússins sem umlykur núverandi hús á lóðinni og myndar jafnframt góða tengingu við verðandi íbúahverfi á Eden lóðinni. Á milli bygginga myndast sveigjanleg útirými sem eru margbreytileg eftir árstíðum. Þau nýtast öllum og staðurinn verður aftur líflegur og fjölbreytilegur áningarstaður bæjarbúa og annarra gesta. 

Staðsetning: Við Tívolílóð og Leikhúsið