Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuÆvisagan Óli K. eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur er tilnefnd til Íslensku Bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns efnis.
Anna Dröfn er sagnfræðingur og lektor í hönnunardeild við Listaháskóla Íslands.
Anna Dröfn kynnti bókina um Óla K. á fyrirlestrarröðinni Sneiðmynd í nóvember. Bókin fjallar um ævi og störf Óla K, en hann var fyrsti fastráðni blaðaljósmyndari á Íslandi. Bókin er tvískipt, það er að segja fyrri hluti bókarinnar er um uppvaxtar ár og ævi Óla. Seinni hluti bókarinnar er svo tileinkaður ljósmyndum Óla.
Í rökstuðningi dómnefndar segir:
Glæsilegt verk um einn helsta frumkvöðul í þróun fjölmiðla á Íslandi. Ljósmyndir Óla K. voru áhrifamiklar og spegluðu samtímann, með bæði næmni listamannsins og nákvæmni fréttamannsins. Heimildavinna og texti höfundar gefa myndunum aukið vægi og setja sögu Íslands á 20. öld, hversdagslífs jafnt sem stórviðburða, í mikilvægt samhengi. Verkið undirstrikar vægi ljósmynda í söguvitund okkar, þegar þær eru oftar en ekki samofnar hugmyndum okkar og skynjun um lífið og tilveruna á öldinni sem Ísland óx úr grasi.
Listaháskóli Íslands óskar Önnu Dröfn til hamingju með tilnefninguna.