Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuFræðsluþing Steypustöðvarinnar eða FS25 var haldið þann 24. janúar síðastliðin. Steypustöðin afhenti þar Arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands styrk að upphæð 500 þúsund krónum.
Steypustöðin og Arkitektúrdeild Listaháskólans munu svo veita styrkin fyrir framúrskrandi lokaverkefni í meistaranámi í Arkitektúr (MA.rch). Horft verður til þess verkefnis sem fjallar um umhverfisvænar lausnir, sjálfbærni eða nýsköpun tengda steypu og/eða byggingariðnaðinum.
Massimo Santanicchi deildarforseti í arkitektúr veitti styrknum viðtöku á Fræðsluþingi Steypustöðvarinnar. Þar sem hann þakkaði Steyðustöðinni fyrir “að stuðla að sjálfbærni og fyrir að styðja gildi og hlutverk menntunar með sérstökum viðurkenningu á starfi Listaháskólans.”
Jónína Þóra Einarsdóttir Leiðtogi Sjálfbærni-, Gæða- og Öryggismála og Viktor Sigurjónsson markaðstjóri Steypustöðvarinnar kynntu sér svo arkitkeúrdeildina þegar að þau komu í formlega heimsókn í Stakkahlíð. Þar fengu þau innsýn í starf deildarinnar og hittu nemendur í arkitektúr.
Þakkarræða Massimo á Fræðsluþingi Steyðustöðvarinnar 2025:
Góðan daginn, öll sömul
Ég heiti Massimo Santanicchia og ég er prófessor í arkitektúr og deildarforseti arkitektúrdeildar við Listaháskóla Íslands.
Fyrir hönd skólans vil ég koma á framfæri dýrmætu þakklæti mínu til Steypustöðvarinnar og Fræðsluþings 2025 fyrir þennan styrk. Styrkurinn verður veittur til meistaranema í arkitektúr sem að hannar og vinnur að “sjálfbærasta” útskriftarverkefninu.
Takk Steypustöðin og Fræðsluþing 2025 fyrir að stuðla að sjálfbærni og fyrir að styðja gildi og hlutverk menntunar með sérstökum viðurkenningu á starfi Listaháskólans.
Mér langar að lýsa skoðun minni á sjálfbærni. Þó svo að tæknilegar nýjungar séu grundvallar drifkraftur fyrir sjálfbærarum heimi, Þá þurfum við að skilja að sjálfbærni er ferðalag samfélagsins alls. Samfélags sem verður til með því að öðlast nýja vitund og skynjun, með því að skapa nýjar lausnir, virkja ný hegðunarmynstur og þar með menningarbreytingar.
Með það í huga tek ég við þessum styrk fyrir hönd Listaháskóla Íslands.
Takk fyrir
Á myndinni eru Massimo Santaniccia, Jónína Þóra Einarsdóttir, Viktor Sigurjónsson og Anna Sigríður Jóhannsdóttir.