Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Árleg ráðstefna Norræna fagurfræðifélagsins 13. til 15. júní, 2024

  • 10.júní 2024

Norræna fagurfræðifélagið heldur sína árlegu ráðstefnu við Háskóla Íslands í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Norræna fagurfræðifélagið hefur starfað frá árinu 1983 og hefur haldið árlegar ráðstefnur um árabil, sem haldnar hafa verið í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku, en þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi. Félagið gefur einnig út tímaritið Nordic Journal for Aesthetics.

Þema ráðstefnunnar í ár er Fagurfræði, siðfræði og tengslaveruleiki (Aesthetics, ethics and relational being). Lykilfyrirlesarar eru umhverfisfagurfræðingarnir Arnold Berleant, Emily Brady og Yuriko Saito, ásamt listatvíeykinu Bryndísi Snæbjörnsdóttur & Mark Wilson. Þau Berleant, Brady og Saito eru meðal fremstu fræðimanna á sviði umhverfisfagurfræði og þau Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson eru brautryðjendur í að móta og beita rannsóknaraðferðum samtímalistar á krefjandi viðfangsefni eins og hnattræna hlýnun og samband okkar við umhverfið og aðrar lífverur.

Ásamt þeim munu um 80 fræðimenn og listamenn frá Norðurlöndunum og víðar kynna og ræða rannsóknir sínar. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar má finna hér, öllum er velkomið að taka þátt á meðan húsrúm leyfir: https://heimspekistofnun.hi.is/is/nsae2024