Árni Jónsson
arni.jons89 [at] gmail.com

Ég er hægur og öruggur. Mamma biður mig stundum um að rétta sér sósuna eða saltið, það geri ég hægt og örugglega og ég fer aldrei í vatnsrennibrautir. Hjá mér gerist margt mjög hægt. Ég er ennþá með einhverjar barnatennur, alveg aftast. Þess vegna er ég pottþétt ennþá á kynþroskaskeiðinu. Ég borða stundum hratt en þá melti ég hægt og missi af strætó. Um daginn vaknaði ég fullorðinn með yfirvaraskegg og grátt hár. Ég þaut út og náði strætó. Núna fer ég í allar vatnsrennibrautirnar, allavega langar mig í allar vatnsrennibrautirnar. En fyrst verð ég að melta og missa af einum strætó. 

// 

I am slow and secure. Mom asks me sometimes to pass her the sauce or the salt, I do that slowly and securely and I never go on waterslides. Things within me happen pretty slowly. I still have some babyteeth, all the way in the back. Therefore, I must still be going through puberty. Sometimes I eat quickly but then I digest slowly and miss the bus. The other day I woke up a grown-up with a mustache and gray hairs. I rushed out and got the bus. Now I go on all the waterslides, at least I want to go on all the waterslides. But first I must digest and miss one bus.