Ársfundur Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista (MSHL)
21.nóvember 2024
Listaháskóli Íslands er aðildarstofnun að Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista (MSHL), sem vinnur að þróun og nýsköpun á sviði stafrænnar tækni í hugvísindum og listum.
Fyrsti ársfundur MSHL verður haldinn þriðjudaginn 26. nóvember frá kl. 13 til 15 í Eddu, húsi íslenskunnar. Þar verður farið yfir helstu verkefni miðstöðvarinnar síðastliðin fjögur ár og boðið upp á þrjú áhugaverð erindi:
Eiríkur Smári Sigurðarson, stjórnarformaður MSHL, kynnir ársskýrslu fyrir árin 2020–2024.
Owen Hindley, stafrænn listamaður, fjallar um skapandi notkun stafrænnar tækni í listum.
Freyja Rut Emilsdóttir, framkvæmdastjóri Sýndarveruleika ehf., talar um miðlun menningararfsins með stafrænum hætti.
Emily Lethbridge, rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, deilir innsýn í ferðalög sín um stafræna heima hugvísinda síðustu tvo áratugi.
Við hvetjum starfsfólk og nemendur Listaháskólans til að taka þátt í þessum fróðlega viðburði sem tengist nýsköpun og rannsóknum á mörkum lista, tækni og hugvísinda.