Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í bakkalárnámi í myndlist. 
 
Námskeiðið er um hermilistina, sýndarveruleikann og mátt ímyndunaraflsins í nútíð og fortíð með áherslu á ítalska og hollenska barokklist á 17. öld og samtímalist. Fjallað er um „barokk” hugtakið og hugmyndina um sýndarrými í myndlist ásamt hliðstæðu þess við hlutveruleikann, og hina beinu og miðluðu upplifun af rýmisverkum. Hugmyndir um listina að lýsa og listina að sannfæra eru ígrundaðar og hugað er að tengslum forskrifta og athafna í sköpun og upplifun listaverks. Einnig eru skoðuð tengsl myndar við heim hlóðs og tungumáls. Unnið verður út frá greiningu á listaverkum og textum eftir Giulio Carlo Argan, Svetlönu Alpers, Michel Foucault, Jean Baudrillard og fleiri.
 
Námsmat: 
 
Kennari: Ólafur Gíslason
 
Staður og stund: Þriðjudaga kl. 10:30 - 12:10, Laugarnesvegi 91.
 
Tímabil: 15. janúar - 26. mars
 
Einingar: 4 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum)
 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is